#4 Fjallaspjallið – Sigga Ragna
Það er svo sannarlega skemmtilegt og gefandi að hlusta á magnaðar frásagnir fólks sem hefur elt draumana sína. Sigga Ragna er ein af þeim og ævintýrin hennar eru hreint út sagt ótrúleg. Ég kynntist henni fyrst í gegnum sameiginlega vini í siglingunum og ég var strax spennt fyrir því að læra meira um bæði um hana og af henni. Ferillinn hennar spannar bæði leiðangra á sjó og landi, allt frá því að vera frosinn inn í ísinn norður í íshafi yfir myrkustu vetrarmánuðina yfir í að frumfara leiðir á fjallatinda í Patagoniu og ekki í síst endurgera einn þekktasta leiðangur mannkynssögunar, Shackleton leiðangurinn.
Ég mæli með að horfa á youtube útgáfuna þar sem er að finna margar skemmtilegar myndir frá ferðunum!