Pólíanna

Líkt og ég hef áður komið inn á er andlegi þátturinn í lykilhlutverki þegar út á ísinn er kominn. Bæði þarf maður að hugsa vel um sjálfan sig sem, missa ekki móðinn þegar á reynir sem og að hafa jákvæðnina ofarlega í farangrinum. Vissulega eiga eftir að koma tímar þar sem  reynir á alla þessa þætti en þá “má hringja í vin”.  Að þessu sinni verður svo sem ekki hringt í eiginlegri merkingu heldur mun ég grafa í kollunum á mér og finna hana Pólíönnu. Hún er vinkona mín og tvíburasystir hennar Pollýönnu sem allir þekkja.

Pólíanna mun hjálpa mér við að finna hvað það er sem er mér í hag ásamt því að telja upp allt það jákvæða sem er að gerast þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar akkurat á þeirri stundu. Pólíanna hefur nefnilega þannig sýn á lífið og tilveruna að það er alltaf hægt að treysta á að hún finni eitthvað gott við aðstæður hverju sinni.

Pólíanna verður góður ferðafélagi enda með eindæmum uppátækjasöm og skemmtileg og hlakka ég mikið til samvistanna. Hún stendur líka þétt við bakið á mér fyrstu dagana á ísnum á meðan ég er að venjast nýjum heimkynnum. Búast má við að fyrstu 10 dagarnir verði erfiðir, bæði þarf maður að vingast við umhverfið, komast almennilega inn í leiðangursrútínuna og venjast kuldanum. Allt þetta verður auðveldara með Pólíönnu og Lamba sem ferðafélaga.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *