Img 8902
Img_8902
14483532_10154596453318817_186921235_n
Img 8902 14483532 10154596453318817 186921235 N

Morgunrútínan

Það er við hæfi að skrifa þennan pistil með kaffi í hönd á sunnudagsmorgni. Ég er með gott útsýni út um eldhúsgluggann minn og gaman að sjá hvernig haustlitirnir prýða fallega Hafnarfjörðinn. Á sama tíma á morgun verð ég í flugvél á leiðinni til Nepal. Dásamlegt að eiga stund áður en lokastressið skellur á með tilheyrandi látum í dag og óhætt er að segja að  spenningurinn er í hámarki.

Án kaffis kemst ég ekki á fætur, ég hreinlega get ekki hugsað fyrr en ég er búin að fá að minnsta kosti einn góðan kaffibolla og ég drekki mitt með rjóma ! – takk fyrir.  Það sem er ef til vill mikilvægara en kaffið er að taka góð vítamín, sérstaklega þegar það er mikið álag. Það geta gert kraftaverk og þegar ég er mikið á ferðinni  finn ég mikinn mun á mér ef ég sleppi úr.

Ég tek fjölvítamín, reglulega magnesíum og steinefna blöndur en það er tvennt sem er mér heilagt þegar kemur að vítamínum.  Það er annars vegar þorskolían Dropi og hins vegar Astazan.

Mér þykir persónulega mjög vænt um Dropa þar sem ég hef fengið að fylgjast með þróun vörunnar alveg frá upphafi og fékk að prófa hana áður en hún kom á markað. Fyrsta skipti sem ég notaði Dropa var í fyrsta Himalaya leiðangrinum mínum og hefur hann fylgt mér síðan. Það sem mér finnst heillandi við framleiðsluna er að það er fullkomlega náttúrulegt og engu við bætt. Það er ríkt af Omega 3 fitusýrum sem og A og D vítamínum sem er okkur sérstaklega nauðsynlegt sem búum hérna á norðurhvelinu.  Það sem ég upplifi við notkunina er betri húð en ég á það til að fá mjög þurra og leiðinlega húð, skýrari sjón en ég finn mjög mikinn mun ef að ég sleppi úr  og mér finnst líkaminn hafa hraðari endurheimt eftir erfið átök.

Astazan hef ég notað af og til í mörg ár og sérstaklega þegar eitthvað stendur til. Ég hef notað það í flestum leiðöngrum sem ég farið í og mér er sérstaklega minnistæð notkunin á Suðurpólnum þar sem það var álag dag eftir dag án hvíldar. Ástæðan fyrir að ég byrjaði að nota það var sú að ég var mikið úti og las að notkun þess hjálpaði til að undirbúa húðina undir sterka geisla sólarinnar. Þetta er ekki sólarvörn og maður þarf að halda áfram að nota hana en það er gott að vita að húðin sé betur undirbúin til að takast á við veður og vinda.  Þetta er líka eins konar  íþróttavítamín þar sem það hjálpar til við að búa kroppin undir skemmtilegar áskoranir.

Næst koma svo fréttir frá Nepal og ég læt að ganni fylgja mynd af stofunni okkar Tomma sem er undirlögð af leiðangursdóti 🙂

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *