Gómsætir Fjallatoppar
Já ég veit! Er gjörsamlega með það á heilanum að prófa mig áfram með nýjar gerðir af bitum. Fjallatopparnir hafa verið öðru hvoru á matseðlinum í fjallaferðum frá því í vor og mér finnast þeir alveg tryllt góðir – já svo er líka hellings orka í þeim líka. Stundum hafa þeir verið formaðir í fjallatoppa og skreyttir með kókos þegar unga kynslóðin á að njóta þeirra líka.
En þetta er það sem þarf til:
2 dl kinoa puffs | |
3 dl c- flakes (gluten & sykurlaust kornfleks) | |
100 gr muldar helsihnetur | |
50 gr hnetusmjör | |
250 gr gráfíkjur | |
150 gr sykurlaust súkkulaði
Látið gráfíkjurnar liggja í bleyti í sjóðandi vatni í 5-7 mín og maukið þær svo í mixara og blandið hnetusmjörinu við. Setjið þurrefnin í skál og blandið maukinu saman og hnoðið saman. Mér finnst best að skipta deiginu upp í 30 gr bita, forma þá og setja á bökunarpappír. Skellið svo í frysti í c.a. 30 mín og á meðan er gott að bræða sykurlausa súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þegar að bitarnir eru orðnir vel harðir og stökkir er tilvalið að húða þá með súkkulaðinu og setja svo aftur í frystinn þar til það er orðið hart. Namm namm og verði ykkur að góðu!
|
Skil ekki. Er þetta kinoa puffs. Duft form eða kúlurnar
Þetta er ekki Kínóa heldur Kinoa puffs – það fæst í flestum stórverslunum. Þá er búið að gera einskonar morgunkorn úr kínóanu. Mjög gott í svona bita.