1234291 10151823361988817 1456733464 N

Undirbúningstímabil og keppnistímabil

Hæhó !

Ég er mikið spurð að því hvernig ég æfi og næri mig á meðan ég er að undirbúa mig fyrir leiðangra. Það er nú ansi misjafnt eftir því hvert viðfangsefnið er. Mikilvægt er að aðlaga æfingarnar að næsta markmiði og passa vel að þær verði ekki einhæfar. Ég lýsi þessu stundum á þann hátt að þær vikur sem ég er heima er undirbúningstímabil og fjöllin eða aðrir leiðangrar eru mitt keppnistímabil því þá þarf ég að vera komin í yfirburða gott form. Ekki má gleyma hvíldinni því hún er jafn mikilvæg. Ef við hvílumst ekki vel eftir átök verður lítil uppbygging.

557604_10151720566618817_1889511939_nLykillinn hjá mér er að vera með góðan þjálfara, minn heitir Mark og er með aðstöðu í World Class. Með því að hafa þjálfara að þá nær maður lengra og það er einhver sem hefur vit fyrir manni þegar á þarf að halda.  Ég æfi að jafnaði 2-3 í viku með Mark og æfingarnar eru byggðar á Crossfit og ég fer því aldrei í tæki til að lyfta. Þetta hentar mér ákaflega vel því þannig fæ ég meira út úr æfingunum fyrir mína íþrótt. Þannig þjálfa ég t.d. jafnvægi og styrk á sama tíma o.s.frv.  Á móti æfingum með Mark stunda ég hjólreiðar, fjallgöngur og er nýlega farin að hlaupa svolítið.  Mitt helsta markmið núna er að byggja upp vöðvamassa og líkamlegan styrk en jafnframt er mikilvægt fyrir mig að vera létt á næsta fjalli þar sem það útheimtir mikið klifur.

Æfingaplanið mitt þessa vikuna hljómar svona:

Lau: 12 km skokk

Sun: 4 km skokk

Mán: Spinningtími

Þri:  Morguntími með Mark

Hlaupaæfing með Sigríði Ingu

Mið: Spinning

Fim: Hvíld

Fös: Æfing með Mark

Lau: 15 km skokk

 

En það er ekki nóg að æfa vel heldur skiptir mataræði miklu máli. Mitt mottó er að fá sem flest næringarefni út úr hverri máltíð. Ég hengi mig ekki í nákvæma tölu á hitaeiningum en ég borða hreinan og næringarríkan mat.  Eins og svo margir er ég heilluð af ofurfæðu, þ.e. fæðu sem inniheldur mikið af næringarefnum og er þar af leiðandi holl og góð fyrir kropinn. Með því að vera vandlátur á mat líður manni betur, maður hefur meiri orku og betra úthald.

Ég byrja alla morgna á að drekka töfradrykk sem inniheldur:

200 ml Hrísmjólk

Banana

Bláber

Gojiber

Möndlur

Chia fræ

Hörfræolíu

Kanil

Öllu er svo skellt í blandarann þar til útkoman er fallega fjólublár drykkur.

Agi skiptir líka máli. Fara á æfingu þó maður sé kannski ekki í stuði – það lagast yfirleitt þegar maður mætir á staðinn. Borða frekar hollan mat en láta freistast í skyndibita o.s.frv.  Árangurinn lætur ekki á sér standa !

Gangi ykkur vel með ykkar markmið !

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *