Pakkað í poka

Um helgina hef ég hamast við að pakka ofan í poka ásamt tveimur góðum vinkonum mínum, Nínu og Láru. Allt þarf að vera nákvæmlega viktað, pokarnir lofttæmdir og þegar búið er að hnýta fyrir þarf að klippa pokaendann af.  Allt er þetta gert til þess að spara hvert gramm í ferðinni – því eins og allir vita að þá gerir margt smátt eitt stórt.   Öllum matnum er svo pakkað í “zip-lock” poka sem tekur eitt gallon.  Pokarnir eru merktir með tölustöfunum 1-60 og einn poki er fyrir hvern dag. Allir pokarnir hafa í grunninn sama innihaldið en til tilbreytingar set ég stundum smá snakk, marsipan og fleira góðgæti sem dreyfist á pokana.  Ég er mjög vanaföst þegar kemur að leiðangursmat. Ég vil hafa eitthvað sem ég þekki vel og veit að hentar fyrir mig. Þá skiptir líka máli að maður þurfi ekki að stoppa lengi til þess að næra sig.  Ég stoppa að jafnaði á 75 mín fresti til þess að fá mér bita. Lykilatriði er að hugsa vel um sjálfan sig og passa vel upp á að blóðsykurinn falli aldrei því það getur tekið langan tíma að ná honum upp. Að sama skapi er mikilvægt að passa vel upp á að hafa húfu á kollinum, vinna með vettlinga o.s.frv.

Hér að neðan má sjá grunn matarlistann minn:

gr per dag kcal Samtals gr (60 dagar)
Múslí 125 482,5 7500
Swiss miss 25 103 1500
Hrökkbrauð 40 136 2400
Súkkulaðistykki  1 (Snickers) 51 448 3060
Súkkulaðistykki  2  (Mars) 51 448 3060
Súkkulaðistykki  3 (Bounty) 51 448 3060
Súkkulaðistykki  4 (Twix) 51 448 3060
Smjör 50 369 3000
Harðfiskur 70 223 4200
Súkkulaðikex 50 243 3000
Maryland 100 504 6000
SS-Ölpylsa 25 201 1500
Hentumix 100 560 6000
kaffi + þurrmjólk 20 1200
Þurrmatur 150 590 9000
Te 40 2400
Sykurmolar 7 stk 21 70 1260
Orkudrykkur  (Viper Active frá Hreysti) 60 232 3600
Samtals 1080 5505,5 64800

 

 

This Post Has 4 Comments

Leave a Reply to Örsi Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *