CP

Fréttir frá Indónesíu

Hæhó !

Nú er stödd á Bali og á leiðinni á næsta tind – Carstensz pyramid. Ég flaug hingað í fjórum leggjum að heiman með stoppi í London, Doah og Singapore og því ekki laust við að smá flugþreyta segi til sín. Þetta er ekki búið enn því hvorki meira né minna en fimm flug eru á dagskránni ril þess að komast að fjallinu sjálfu.

Ég hitti hópinn minn í gær og fékk strax mjög góða tilfinningu. Þetta eru allt miklir reynsluboltar og hlakka til að eyða næstu vikum með þeim. Hópurinn samanstendur af fjórum karlmönnum og tveimur konum ásamt tveimur leiðsögumönnum og tveimur staðarleiðsögumönnum.

Hérna þarf maður að vera viðbúinn öllu og sökum ótryggs ástands var gerð ein meiriháttar breyting á leiðangrinum okkar.  Við munum fljúga inn í Base Camp en ekki ganga líkt og lagt var upp með í byrjun. Ég var búin að hlakka mikið til að ganga í gegnum frumskóginn en þetta er öruggara og betra svona.  Við fáum hinsvegar að ganga í gegnum skóginn á heimleiðinni svo þetta er nú allt í góðu.

Við erum búin undir það að enn geti leiðangurinn átt eftir að breytast og það er ljóst að hérna gerist ekkert án mikillar fyrirhafnar.  Ég er spennt fyrir þessum leiðangri en mér líður aðeins öðruvísi en fyrir allar hinar ferðirnar. Þar hef ég haft eitthvað til að byggja á og get heimfært á aðstæður sem ég þekki að einhverju leiti s.s. göngu á jökli eða snjó, kuldi o.s.frv.  Hérna þekki ég ekkert inn á aðstæður. Það er mjög heitt úti, ég er að fara inn á mjög frumstætt svæði og hér eru mjög skýrar reglur um hvað má og má ekki. Eins þarf maður að vera vakandi yfir hættum tengdum Malaríu og þess háttar.

Ég mun gera mitt besta til þess að blogga á hverjum degi svo að áhugasamir geti fylgst með.

Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og ég veit að þetta ferðalag á eftir að verða mikil lífsreynsla.

Kveðja frá Bali

This Post Has 7 Comments

  1. Enn eitt ævintýrið í safnið þitt :-), njóttu þessa og umfram allt farðu varlega. Veit að þú ert á algerum ævintýraslóðum eins og bloggið ber með sér.
    Megi allar góðar vættir safnast saman kringum þig og vernda þig.
    Knús til þín.

  2. Það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri Vilborg.
    Gangi ykkur rosalega ve!

  3. Frábært að fá að fylgjast með þér. Fyrirlesturinn sem þú fluttir á Holtaveginum um daginn snerti mikið við mér. Gangi ykkur rosalega vel. Þú ert verðugur fulltrúi Íslands hvar sem þú ferð.

  4. Njóttu ævintýrsins og lífsins, en farðu samt varlega 🙂
    Það var virkilega ánægjulegt að hitta þig á flugvellinum.
    Gangi ykkur vel!

Leave a Reply to Helga Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *