Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 30

18. desember 2012

haeho. allt gott ur sudrinu. upplifdi thrju mismunandi vedur i dag, minnir bara a heimahagana en venjulega helst vedrid eins allan daginn. byrjadi i kulda og trekking svo var haegur vindur um kaffileytid og endadi i einhverskonar hrimthoku. tad komu 22 km i hus i dag. faerid var mjog gott framan af en skidadi svo inn i nysnaevi um midjan dag. mig langar ad senda takkarkvedju til SS og snickers fyrir studninginn. sudurskautskvedja 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Click here for updates about Vilborg’s current position/coordinates

English version:

Hi there, everything is going well here down south. I experienced three different types of weather today.. reminded me a little bit about back home in Iceland..as the weather here is typically the same all day. Started off really cold and windy but in mid afternoon it was only a little breeze and changed into a foggy snow by dinner time.

Traveled 22 kms today (13.6 miles). Good travel conditions most of the day until I skied into a fresh tossed snow in the afternoon.

I want to send special thanks to SS and Snickers for all their support.

Regards from Antarctica.

 

 

This Post Has 11 Comments

  1. Sæl Vilborg..Frábært að heyra að frá þér og hvað veðrið er hliðholt þér..
    22 km er allgjörlega frábær árangu hjá þér og óska ég þér til hamingju með þennan sigur..
    Þú ert nú meri hetjan og það stittist dag frá degi og skref fyrir skref að þú náir þessum stórkoslega áfanga
    þínum sem er frábært….
    Megi allir góðir vættir fylgja þér í dag og það sem eftir er af ferðinni..
    Baráttukveðja frá Hveragerði..

  2. Mín kæra dóttr, þetta eru sannanlega frábærar fréttir, þú ert eins ogí akkorði með að hala inn kílómetrunum duglega stelpan mín.
    Njóttu lífsins sem allra best og farðu vel með þig.
    Hver dagur er áfangasigur og hvert spor er stórt skref í áttina að punktinum þarna lengst í suðrinu.
    Hugurinn er hjá þér alla daga og hugur æðimargra er hjá þér líka, ungra sem eldri, ein lítil snót sem við þekkjum hefur áhyggjur af því hvort þér sé ekki kalt (“,).
    Megi allar góðar vættir vaka yfir þér og vernda og mín bæn til veðurguðsins þarna suðurfrá er sú að hann haldi sig á mottunni og geri þér ekki grikk (held að hann sé nú ekki grikki).
    Knús og bestu kveðjur.

  3. Ég er eignlega orðlaus yfir dugnaði þínum, Þú ert flottust. 😉

  4. Þú ert enginn smá “jaxl”.. flotta frænka 😉 Sendi þér hlýjar kveðjur héðan frá Hvanneyri með von um að allt gangi vel áfram og kílómetrarnir fjúki hjá 🙂

  5. Gaman að heyra hvað það gengur vel hjá þér og ekki laust við að það sé orkuinnspýting í skammdeginu að upplifa þennan kraft sem býr í þér. Gangi þér áfram sem allra best.

  6. Hæ elsku pæja, ég skoða nú oft síðuna þína og fylgist með þér í fréttum en er kannski ekki nógu dugleg að senda skilaboð. Þú ert rosalega dugleg og ég er svo ánægð með þig. Gangi þér áfram vel og ég man alveg eftir loforðinu um að senda þér skilaboð á aðfangadag 🙂
    Knús í krús
    Sandra

  7. Frábært að heyra. Hlakka til að lesa færslurnar þínar á hverjum degi.
    Kveðja að vestan.

  8. Elsku Vilborg, góðar fréttir bárust í dag. Á 95 ára afmælisfundi kvenfélagsins Gefnar í Garði, 9. desember s.l. var samþykkt að styrkja Lífsspor um 95.000 krónur, þ.e. 1.000 krónur fyrir hvert ár sem kvenfélagið hefur starfað. Þessi gjöf gefur þér vonandi byr undir báða vængi. Kveðja frá Íslandinu.

  9. Sæl Vilborg
    Það er magnað að fylgjast með þér og reyna að ímynda sér þær aðstæður sem þú ert í. Takk fyrir að deila reynslu þinni.
    Gangi þér súpervel með framhaldið 🙂

    kveðja frá Njarðvík

  10. Ég mæli með fálkaorðunni handa þér. Og það er virkilega gaman að fylgjast með þér.

  11. glæsilegt hjá þér Vilborg gaman að fylgjast með þér hérna

    gangi þér bar allt í haginn og farðiu vel með þig

Leave a Reply to Mamma Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *