Img 9522

Everest Base Camp & Island peak

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt ferðalag fyrir þá sem langar til þess að taka sín fyrstu skref í háfjallamennskunni eða prófa sig áfram í Himalaya fjallgarðinum.

Ferðalagið hefst á göngu upp í grunnbúðir Everest og óhætt er að segja að slík ferð lætur engan ósnortin. Þar blandast saman framandi menning, einstök gestrisni heimamanna og ólýsanleg náttúrufegurð Himalaya fjallgarðsins.

Við munum njóta persónulegrar leiðsagnar heimamannsins Dendi og fjölskyldu hans um Khumbu dalinn. Við munum gista á tehúsum, upplifa nepalska matargerð og í hverju skrefi uppá við munum við sjá og skynja nýja hluti.

Eftir gönguna upp í grunnbúðir munum við halda í átt að fjallinu sem við klífum undir leiðsögn þrautreyndra klifur Sherpa.

Island peak er 6189 m hátt og kallast Imja Tse á máli heimamanna. Fjallið er bæði fallegt, krefjandi og frábær áskorun.

Innifalið í verðinu er undirbúningsnámskeið fyrir fjallgönguna þar sem kennd eru tæknileg atriði, hvað ber að hafa í huga, þrjár æfingagöngur, fræðslukvöld og fyrirlestur um háfjallaveiki.

Dagskrá*:

Komið til Kathmandu (1,300m)

 1. Komið til Kathmandu (1,300m)
 2. Kathmandu (1300m): Skoðunarferð og undirbúningur.
 3. Flug til Lukla (2800m) og gengið til Phakding (2652m) 40 min flug, 3-4 klst ganga.
 4. Phakding til Namche Bazaar (3440m): 5-6 klst.
 5. Namche Bazaar (3440 m): Hæðaraðlögunarganga
 6. Namche Bazaar til Deboche (3870m) : 5- 6 klst.
 7. Tengboche til Dingboche (4200m): 4-5 klst
 8. Dingboche (4200m) – Hæðaraðlögunarganga
 9. Dingboche til Lobuche (4930m): 5-6 klst
 10. Lobuche til Gorak Shep (5170 m), gengið í Everest Base Camp (5364m )6-7 klst
 11. Gengið á útsýnisstaðinn Kala Patthar (5545m) og aftur til baka í Dingboche (4200m): 7-8 klst
 12. Dingboche til Chhukung (4730m)
 13. Chhukung upp í Island peak basecamp 5087m) 4 klst
 14. Island peak toppadagur (6189m) 12-14 klst. -gist í Chhukung.
 15. Chhukung til Namche Bazar (3440): 7-8 klst.
 16. Namche Bazar til Lukla (2800m) : 7-8 klst
 17. Flogið til Kathmandu, sameignlegur kvöldverður.
 18. Frjáls dagur í Kathmandu

Innifalið:

 • Ferðir á milli hotels og flugvallar.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögura stjörnu hóteli í Kathmandu**.
 • Gisting á Tehúsum í Khumbudalnum
 • Gisting í tjöldum á fjallinu.
 • Flug til og frá Lukla.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Klifur Sherpar á Island peak.
 • Klifurleyfi á fjallinu.
 • Gisting í tjöldum á fjallinu.
 • Þjónusta frá burðarmönnum/Jakuxum.
 • Trekkingleyfi í þjóðgarðinn.

Ekki innifalið:

 • Flug til og frá Kathmandu
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging
 • Vegabréfsáritun
 • Auka nætur á hóteli
 • Uppihald í Kathmandu
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu
 • Drykkir og gos í göngunni
 • Auka snarl í göngunni

Verð: 490.000***

Dagsetningar: 7. -23. mars 2017

Sérstakt kynningarkvöld verður auglýst þar sem farið er yfir alla þætti.

*Birt með fyrirvara um breytingar

** Innifalið eru tvær nætur fyrir göngu og ein eftir göngu.

***ATH almenna ferðaskilmála

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *