Árið 2017 verður spennandi ferðaár og af nógu að taka. Í mars munum við fara til Nepal og bjóða bæði upp á göngu upp í Everest Base Camp ásamt því að vera með göngu sem inniheldur bæði ferð upp í grunnbúðir sem og á fjallið Island peak.

Í lok sumars munum við verða með ferð á spennandi slóðir í Grænlandi en nánari upplýsingar um hana koma inn síðar.

 

Annapurna Base Camp og fjögurra daga Yoga afslöppun.

Annapurna Base Camp Trek 7 Days80 Img39

Stórkostlegt ferðalag sem er endurnærandi fyrir bæði líkama og sál. Umkringdar Himalaya fjallgarðinum munum við ganga í gegnum stórkostlegt landslag og upplifa nýja menningarheima.

Flogið er frá höfuðborginni Kathmandu til bæjarins Pokahara þar sem gangan sjálf hefst upp í grunnbúðir Annapurna. Við munum njóta persónulegrar leiðsagnar heimamannsins Dendi og fjölskyldu hans. Í hverju skrefi munum við sjá og skynja nýja hluti. Á kvöldin er gist í tehúsum þar sem við munum upplifa nepalska matargerð ásamt því að njóta einstarar gestrisni heimamanna.

Göngudagarnir eru frá fjórum og upp í sjö klukkustundir en farið er hægt yfir til þess að líkaminn fái tækifæri til þess að aðlagast hæðinni. Það myndast skemmtileg stemning á kvöldin í tehúsunum þar sem vinátta og afslöppun er allsríkjandi.

Fararstjórar eru: Kolbrún Björnsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir.

Göngudagar eru samtals níu og þar á eftir eru fjórir dagar í Yoga.

Sjá nánar í dagskrá.

Hópurinn leggur af stað frá Íslandi 20. október og kemur til Kathmandu þann 21. október.

Lagt verður af stað aftur til Íslands þann 5. nóvember og komið til Keflavíkur þann 6. nóvember.

Dagskrána má sjá hér að neðan.

Dagur 1 Komið til Kathmandu
Dagur 2 Skoðunarferð og kvöldverður
Dagur 3 Flogið til Pokahara, ekið til Kyumi og gengið til Jinudanda
Dagur 4 Jinudana til Bamboo (5-6 klst)
Dagur 5 Bamboo til Deurali (5-6 klst)
Dagur 6 Derurali til MBC (Machapuchere Base Camp) (5-6 klst)
Dagur 7 Gengið upp í Annapurna Base Camp (langur dagur)
Dagur 8 Dovan  til Jinudanda (4-5 klst)
Dagur 9 Jinudana til Tokla (4 klst)
Dagur 10 Tokla upp í  ústýnisstaðinn Australia Camp (3 klst)
Dagur 11 Australia Camp til Fedi (3 klst) og keyrt til Pokahara
Dagur 12 Endurnærandi Yoga
Dagur 13 Endurnærandi Yoga
Dagur 14 Endurnærandi Yoga
Dagur 15 Flogið til Kathmandu
Dagur 16 Heimferð

Verð fyrir ferðina er 349.000 ***

Staðfestingargjald: 55.000

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki er að skipta greiðslunni á kreditkort.

Innifalið:

 • Ferðir á milli hotels og flugvallar.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Kathmandu**.
 • Gisting á Tehúsum.
 • Flug til og frá Pokahara.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Þjónusta frá burðarmönnum/Jakuxum.
 • Trekkingleyfi.
 • Yoga afslöppun (+ gisting & máltíðir)

Ekki innifalið:

 • Flug til og frá Kathmandu
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging
 • Vegabréfsáritun
 • Auka nætur á hóteli
 • Uppihald í Kathmandu
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu
 • Drykkir og gos í göngunni
 • Auka snarl í göngunni
 • Auka þjónusta s.s. nudd og líkamsmeðferðir á Yogasetri.

 

*** ATH almenna ferðaskilmála

**  Tvær nætur fyrir göngu og ein eftir göngu.

Matur & drykkur

Það er vissulega eldað við frumstæðar aðstæður í  en hreinlætið er í fyrirrúmi. Almennt er maturinn mjög góður og algengt er að sjá kjúkling, súpur, grjónarétti, pizzur, hamborgara og sitthvað fleira á matseðlinum.

Möguleiki er að kaupa vatn á tehúsunum bæði á flöskum eða soðið vatn.

Fyrir hverja?

Gangan hentar öllum þeim sem hafa gaman að ferðalögum og að kynnast nýjum menningarheimum. Það er ekki þörf á tæknilegri þekkingu en gerð er krafa á að þáttakendur séu í líkamlega og andlega góðu formi.

Dæmigerður göngudagur

 • Vaknað kl. 7 og farið í morgunmat
 • Farið af stað um kl. 8
 • Kaffistopp um kl. 10
 • Hádegismatur
 • Komið á leiðarenda um kl. 14/15/16
 • Hvíld og kvöldmatur um kl. 18

Hvaða búnað þarf að taka með?

Að vera rétt búin(n) hverju sinni er lykilatriði í að láta sér líða vel á göngunni. Búast má við að fyrstu dagarnir séu hlýrri og þá er vissara að vera léttklæddari á göngunni. Vanalega er ég á stuttermabol eða í íþróttabol fyrstu 3-4 dagana og síðan jafnt og þétt bætir maður á sig lögum eftir því sem ofar dregur.

Það er hlýtt á daginn en kalt á kvöldin þegar sólin er sest. Herbergin sjálf eru ekki upphituð og því nauðsynlegt að sofa í góðum poka.  Mat- og samkomusalur er upphitaður og myndast þar frábær stemning yfir kvöldmatnum.

 

Skór og fatnaður

 • Léttir gönguskór. Varist að taka of þunga og stífa skó. Sem dæmi um hentuga skó má nefna:  La sportiva boulder x mid
 • Sandalar eða léttir strigaskór
 • 2 göngubuxur – mælt er með einum léttum sumarbuxum og einum softshell buxum.
 • Stuttbuxur
 • Síðar nærbuxur og 2 ullar/gerfiefnabolir
 • 3 bómullar bolir
 • 2 – 3 flíspeysur. Mælt er með að taka bæði þunna og þykka peysu með.
 • Nærbuxur
 • 4-5 pör af göngusokkum. Mælt er með að taka bæði hlýrri og þynnri sokka sem má nota á hlýrri dögum í upphafi göngu.
 • Utanyfirjakki – góð skel (t.d. goretex) með hettu
 • Utanyfirbuxur – vatnsheldar (t.d. goretex)
 • Dún/primaloft úlpa.
 • Hlý húfa, sólhattur og buff
 • Fingravettlingar (t.d. flís) og “lúffur” eða belgvettlingar
 • Þægilegur ferðafatnaður

 

Annar búnaður

 • Bakpoki, 30 – 40 L dagpoki
 • Duffelbag og lás
 • Svefnpoki, gott að hafa léttan dúnpoka sem dugar vel fyrir íslenskar aðstæður. T.d má nefna Never summer pokann frá Marmot.
 • Þunnir pokar til þess að pakka útbúnaði og fatnaði í (valkvætt)
 • Göngustafir eru valkvæðir en sterklega er mælt með þeim
 • Vatnsflöskur og gott að velja flöskur sem hægt er að hengja utan á pokann.
 • Vasahnífur (EKKI pakka honum í handfarangur)
 • Ferðahandklæði
 • Sólgleraugu
 • Ennisljós og rafhlöður
 • Skyndihjálparpoki: Plástrar og íþróttateip fyrir hælsæri og minniháttar sár.
 •  Lyf: ráðfærið ykkur við heimilislækni varðandi helstu lyf sem eru parasetamol og magnil (verkjastillandi) ibuprofen (bólgueyðandi og verkjastillandi), Diamox (fyrirbyggjandi við hæðarveiki), Cyproxin (sýklalyf við magasýkingu) og Immodium (hægðastoppandi)  önnur lyf eftir þörfum. Acidophilus (Gerlatöflur sem styrkja þarmaflóruna og auka mótstöðu)
 • Handspritt
 • Blautklútar til að þvo sér
 • Tannbursti, tannkrem
 • Sólarvörn (30+) og varasalvi (með sólarvörn)
 • Eyrnartappar
 • Klósettpappír/tissjú
 • Myndavél, minniskort, auka rafhlöður og hleðslutæki
 • Ipod, með tónlist og jafnvel hljóðbókum, bók eða spil eftir smekk hvers og eins.
 • Ferðaskjöl: flugmiði, vegabréf,peningur fyrir aukakostnaði, drykkjum, minjagripum og þjórfé
 • Innanklæðaveski

 

Praktíst atriði

 • Mikilvægt er að passa upp á að vegabréfið sé gilt í 6 mánuði eftir heimkomu frá Nepal því annars færst ekki vegabréfsáritun inn í landið.
 • Ræðið við Heilsuvernd eða heimilislækni um bólusetningar og munið að taka skýrteinið með.
 • Besta æfingin fyrir göngu sem þessa eru göngur J

Island Peak & Everest Base Camp

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt ferðalag fyrir þá sem langar til þess að taka sín fyrstu skref í háfjallamennskunni eða prófa sig áfram í Himalaya fjallgarðinum.

Ferðalagið hefst á göngu upp í grunnbúðir Everest og óhætt er að segja að slík ferð lætur engan ósnortin. Þar blandast saman framandi menning, einstök gestrisni heimamanna og ólýsanleg náttúrufegurð Himalaya fjallgarðsins.

Við munum njóta persónulegrar leiðsagnar heimamannsins Dendi og fjölskyldu hans um Khumbu dalinn. Við munum gista á tehúsum, upplifa nepalska matargerð og í hverju skrefi uppá við munum við sjá og skynja nýja hluti.

Eftir gönguna upp í grunnbúðir munum við halda í átt að fjallinu sem við klífum undir leiðsögn þrautreyndra klifur Sherpa.

Island peak er 6189 m hátt og kallast Imja Tse á máli heimamanna. Fjallið er bæði fallegt, krefjandi og frábær áskorun.

Innifalið í verðinu er undirbúningsnámskeið fyrir fjallgönguna þar sem kennd eru tæknileg atriði, hvað ber að hafa í huga, þrjár æfingagöngur, fræðslukvöld og fyrirlestur um háfjallaveiki.

Á undirbúningsnámskeiðinu er farið  yfir alla tæknilega þætti sem kunna þarf skil á fyrir ferð sem þessa. Við munum einnig fara í þrjár gönguferðir þar sem við munum notast við brodda og axir.

Við munum hittast:

18. janúar:  fræðslukvöld – búnaður

21. janúar:  ganga

1. febrúar: háfjallafræðsla með Lækna Tómasi (ath að þessi dagsetning gæti breyst)

4. febrúar: æfum okkur að nota línur (júmma)

11. febrúar: ganga

25. febrúar: ganga

Dagskrá

Hópurinn hittist í Kathmandu þriðjudaginn 7. Mars og um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður.

Á degi þrjú sem er 9. Mars munum við fljúga til Lukla og hefja gönguna. Hópurinn mun svo fljúga til Kathmandu aftur þann 24. mars og gistir þá um nóttina á hóteli.

þri 07-Mar 1. Komið til Kathmandu (1,300m)
mið 08-Mar 2. Kathmandu (1300m): Skoðunarferð og undirbúningur.
fim 09-Mar 3. Flug til Lukla (2800m) og gengið til Phakding (2652m) 40 min flug, 3-4 klst ganga.
fös 10-Mar 4. Phakding til Namche Bazaar (3440m): 5-6 klst.
lau 11-Mar 5. Namche Bazaar (3440 m): Hæðaraðlögunarganga
sun 12-Mar 6. Namche Bazaar til Deboche (3870m) : 5- 6 klst.
mán 13-Mar 7. Tengboche til Dingboche (4200m): 4-5 klst
þri 14-Mar 8. Dingboche (4200m) – Hæðaraðlögunarganga
mið 15-Mar 9. Dingboche til Lobuche (4930m): 5-6 klst
fim 16-Mar 10. Lobuche til Gorak Shep (5170 m), gengið í Everest Base Camp (5364m )6-7 klst
fös 17-Mar 11. Gengið á útsýnisstaðinn Kala Patthar (5545m) og aftur til baka í Dingboche (4200m): 7-8 klst
lau 18-Mar 12. Dingboche til Chhukung (4730m)
sun 19-Mar 13. Chhukung upp í Island peak basecamp 5087m) 4 klst
mán 20-Mar 14. Island peak toppadagur (6189m) 12-14 klst. -gist í Chhukung.
þri 21-Mar 15. Chhukung til Namche Bazar (3440): 7-8 klst.
mið 22-Mar 16. Namche Bazar til Lukla (2800m) : 7-8 klst
fim 23-Mar 17. Flogið til Kathmandu, sameignlegur kvöldverður.
fös 24-Mar 18. Frjáls dagur í Kathmandu

Verð fyrir ferðina er 490.000 ***

Staðfestingargjald: 55.000

1/2 gjald greiðist fyrir 16. jan: 217.500

1/2 gjald greiðist fyrir 16. febrúar: 217.500

Möguleiki er að skipta greiðslunni á kreditkort.

Innifalið:

 • Ferðir á milli hotels og flugvallar.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Kathmandu**.
 • Gisting á Tehúsum í Khumbudalnum
 • Gisting í tjöldum á fjallinu.
 • Flug til og frá Lukla.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Klifur Sherpar á Island peak.
 • Klifurleyfi á fjallinu.
 • Gisting í tjöldum á fjallinu.
 • Þjónusta frá burðarmönnum/Jakuxum.
 • Trekkingleyfi í þjóðgarðinn.

Ekki innifalið:

 • Flug til og frá Kathmandu
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging
 • Vegabréfsáritun
 • Auka nætur á hóteli
 • Uppihald í Kathmandu
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu
 • Drykkir og gos í göngunni
 • Auka snarl í göngunni

Verð: 490.000***

Hvernig búnað þarf ég í ferðina?

Við munum senda út ítarlegan búnaðarlista sem og hafa sérstakt fræðslukvöld þar sem við förum yfir nauðsynlegan búnað og notagildi. Athygli er vakin á því að möguleiki er að leiga sérhæfða búnaðinn á mjög sanngjörnu verði.

Everest Base Camp

Ferð upp í grunnbúðir Everest er ógleymanleg upplifun sem mun lifa með manni út lífið. Þarna mætast hæstu fjöll heimsins, stórkostleg náttúra og vingjarnlegt viðmót heimamanna. Hver dagur er ævintýri þar sem eitthvað nýtt ber fyrir sjónir.

Við munum hefja ferðina í Kathmandu, höfuðborg Nepal og fljúga þaðan til Lukla og hefja gönguna um Khumbudalinn.  Við gistum á hverju kvöldi í fjallaþorpi og njótum gestrisni Sherpanna á tehúsunum þeirra. Dendi Sherpa og fjölskylda hans veita okkur persónulega þjónustu við ferðaskipulagningu ásamt því gefa okkur ómetanlega innsýn inn í menningu og lífstíl heimamanna.

Gangan er ekki tæknilega erfið og flestir göngudagar á bilinu 5-6 klst. Þó koma nokkrir lengri dagar og verða þátttakendur að vera undir það búnir. Ferðareynsla og gott skipulag mun koma að góðum notum í ferð sem þessari. Að ganga í hæð getur oft reynst áskorun og við munum sjá til þess að allir hljóti viðeigandi fræðslu ásamt því að gefa leiðbeiningar um hvernig er best að athafna sig við þessar aðstæður.

Dagskrá

Hópurinn hittist í Kathmandu sunnudaginn 26. mars og um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður.

Á degi þrjú sem er 28. mars munum við fljúga til Lukla og hefja gönguna. Hópurinn mun svo fljúga til Kathmandu aftur þann 8. Apríl.

sun 26-Mar 1. Komið til Kathmandu (1,300m)
mán 27-Mar 2. Kathmandu (1300m): Skoðunarferð og undirbúningur.
þri 28-Mar 3. Flug til Lukla (2800m) og gengið til Phakding (2652m) 40 min flug, 3-4 klst ganga.
mið 29-Mar 4. Phakding til Namche Bazaar (3440m): 5-6 klst.
fim 30-Mar 5. Namche Bazaar (3440 m): Hæðaraðlögunarganga
fös 31-Mar 6. Namche Bazaar til Deboche (3870m) : 5- 6 klst.
lau 01-Apr 7. Tengboche til Dingboche (4200m): 4-5 klst
sun 02-Apr 8. Dingboche (4200m) – Hæðaraðlögunarganga
mán 03-Apr 9. Dingboche til Lobuche (4930m): 5-6 klst
þri 04-Apr 10. Lobuche til Gorak Shep (5170 m), gengið í Everest Base Camp (5364m )6-7 klst
mið 05-Apr 11. Gengið á útsýnisstaðinn Kala Patthar (5545m) og aftur til baka í Dingboche (4200m): 7-8 klst
fim 06-Apr 12. Dingboche til Namche Bazar (3440m): 7-8 klst
fös 07-Apr 13. Namche Bazar til Lukla (2800m) : 7-8 klst
lau 08-Apr 14. Flogið til Kathmandu, sameignlegur kvöldverður.
sun 09-Apr 15. Frjáls dagur í Kathmandu

Verð fyrir ferðina er 375.000 ***

Staðfestingargjald: 55.000

1/2 gjald greiðist fyrir 16. jan: 160.000

1/2 gjald greiðist fyrir 16. febrúar: 160.000

Möguleiki er að skipta greiðslunni á kreditkort.

Innifalið:

 • Ferðir á milli hotels og flugvallar.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Kathmandu**.
 • Gisting á Tehúsum í Khumbudalnum
 • Flug til og frá Lukla.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Þjónusta frá burðarmönnum/Jakuxum.
 • Trekkingleyfi í þjóðgarðinn.

Ekki innifalið:

 • Flug til og frá Kathmandu
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging
 • Vegabréfsáritun
 • Auka nætur á hóteli
 • Uppihald í Kathmandu
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu
 • Drykkir og gos í göngunni
 • Auka snarl í göngunni

 

*** ATH almenna ferðaskilmála

**  Tvær nætur fyrir göngu og ein eftir göngu.

Fyrir hverja?

Gangan hentar öllum þeim sem hafa gaman að ferðalögum og að kynnast nýjum menningarheimum. Það er ekki þörf á tæknilegri þekkingu en gerð er krafa á að þáttakendur séu í líkamlega og andlega góðu formi.

Fyrir hverja?

Gangan hentar öllum þeim sem hafa gaman að ferðalögum og að kynnast nýjum menningarheimum. Það er ekki þörf á tæknilegri þekkingu en gerð er krafa á að þáttakendur séu í líkamlega og andlega góðu formi.

Hvernig er maturinn?

Það er vissulega eldað við frumstæðar aðstæður í Khumbudalnum en hreinlætið er í fyrirrúmi. Almennt er maturinn mjög góður og algengt er að sjá kjúkling, súpur, grjónarétti, pizzur, hamborgara og sitthvað fleira á matseðlinum.

Möguleiki er að kaupa vatn á tehúsunum bæði á flöskum eða soðið vatn.

Hvernig er dæmigerður göngudagur?

 • Vaknað kl. 7 og farið í morgunmat
 • Farið af stað um kl. 8
 • Kaffistopp um kl. 10
 • Hádegismatur
 • Komið á leiðarenda um kl. 14/15/16
 • Hvíld og kvöldmatur um kl. 18

Grænland - Scoresbysund - Stauning Alparnir

Í sammvinnu við Norðursiglingu mun ég bjóða upp á spennandi ferðir til Grænlands. Þetta er sannkallaður könnunarleiðangur og tækifæri til þess að taka þátt í einstöku ævintýri.  Hópurinn mun sigla um Scoresbysund á skonnortunni Hildi en jafnframt ætlum við að setja upp tjaldbúðir í landi og ganga um kyngimagnaða Stauning Alpana en afar fáir hafa ferðast um það svæði.

Allar nánari upplýsingar eru að finna í linknum hér að neðan.

vilborg-is-banner