Summit - Vegferð að þínum árangri

Summit – er spennandi ferðalag þar sem hver og einn þátttakandi vinnur í áttina að sínu markmiði. Námskeiðið er byggt upp á þremur fyrirlestrakvöldum og þátttakendur fá heimavinnu sem í hvert skipti færir þá nær sínu markmiði. Á milli fyrirlestranna er boðið upp á þrjá einstaklingstíma í markþjálfun sem styðja við hvern og einn á sinni persónulegu vegferð.  Á þessum tíma munum við fjalla um ástríðu, markmið, vörður, hindranir og áskoranir, að fagna árangri, úthald í erfiðum aðstæðum, eftirfylgni og ýmislegt fleira.

Ef að þú kannast við eitthvað af eftirfarandi að þá á Summit erindi við þig:

  • Áttu þér draum sem þú hefur ekki ennþá látið verða að veruleika?
  • Stendurðu frammi fyrir áskorun sem að þú veist ekki hvernig þú átt að yfirstíga?
  • Langar þig í breytingar í lífinu?
  • Eða viltu einfaldega fá það besta út úr lífinu?
  • Að ná meiri og markvissari árangri í leik og starfi?

Fyrirlestrarnir eru haldnir annan hvern miðvikudag og standa frá kl 20-22. Við förum fyrir ýmis tæki og tól sem nýtast vel í verkfærakistunni þegar kemur að því að fylgja eftir markmiðum sýnum auk þess sem við munum spyrja okkur sjálf ýmissa spurninga.

Það þarf ekki að segja öðrum í hópnum frá markmiðunum en þau eru viðfangsefni einkatímanna sem eru sérsniðnir að hverjum og einum. Hver tími er klukkustund.

Þáttakendur fá efni fyrirlestranna og vinnubók sem auðveldar vinnuna, að halda yfirsýn og eftirfylgni.

Dagskrá:

11. jan kl: 20 – Fyrirlestur og hvatning I

16.-20. jan. – einkatímar í markþjálfun

25. jan kl: 20 – Fyrirlestur og hvatning II

30. jan – 3. feb.  – einkatímar í markþjálfun

8. feb kl: 20 – Fyrirlestur og hvatning III

13.-17 feb. – einkatími í markþjálfun – eftirfylgni.

Verð fyrir námskeiðið er: 39.900

Innifalið eru þrjú fyrirlestrakvöld og þrír einkatímar auk námskeiðsgagna.

Greiðslufyrirkomulag er annað hvort með millifærslu eða kreditkortagreiðlsu.