Í nokkur ár hef ég ferðast um heiminn til þess að skíða yfir ísbreiður og klífa fjöll. Í þessum ferðum mínum hef ég kynnst ólíkri menningu, komið á staði sem mig óraði ekki að væru til í raunveruleikanum og hitt fólk í öllum heimsálfum sem býr yfir magnaðri reynslu.

Hér er að finna innsýn inn í ferðalög mín og upplifun.

Tindarnir sjö

Árið 2013 lagði ég upp í stórt og viðamikið verkefni. Markmið mitt var að klífa Tindana Sjö en það eru hæstu tindar hverrar heimsálfu. Þetta er þekkt áskorun á meðal fjallamanna og upphaflega ætlaði ég mér ár í verkefnið. Það er skammur tími þar sem fjöllin eru klifin á ákveðnum árstíðum. Framan af gekk þetta vel og á innan við tíu mánuðum hafði ég toppað sex af sjö tindum. Þá var komið að þeim hæsta, sjálfum Everest tind sem mig hafði dreymt um að klífa í næstum 15 ár.

Sóló á Suðurpólinn

Undir lok árs 2012 tókst ég á við stærsta verkefni sitt til þessa; að skíða alein á Suðurpólinn. Þetta var ferð sem tók 60 daga í framkvæmd og náði hún á pólinn þann 17. Janúar 2013. Þetta var búið að dreyma um Suðurpólinn í 10 ár áður en ég náði þangað.

Á skíðum yfir Grænlandsjökul

Á vormánuðum 2012 skíðaði ég yfir Grænlandsjökul í félagi við Valdimar Halldórsson. Leiðin var 540 km og búast mátti við öllum mögulegum veðrum á leiðinni. Þessi ferð var mikilvægur hlekkur í undirbúningsferlinu fyrir Suðurpólsferðina.  Hér má lesa ferðasöguna.

Á skíðum yfir Vatnajökul

Í mars 2011 gekk ég ásamt Braga Frey og Valdimari Halldórssyni yfir Vatnjökul.  Þetta var bráðskemmtileg og krefjandi ferð.  Teymið fékk erfitt veður og þurfti meðal annars að bíða af sér hörku veður. Eitt af því eftirminnilegasta var að upplifa þá rafmögnuðu stemningu sem skapaðist þegar við gengu inn í svokallaðan Hrævareld.

Á seglskútu um Scoresbysund á Grænlandi

Í ágúst 2010 tók ég þátt í Siglingarleiðangri norður í Scoresbysund á Grænlandi ásamt áhafnarmeðlimum Norðursiglingar.  Scoresbysund er stærsta fjarðarkerfi heimsins og er mikill ævintýraheimur. Þetta var skemmtileg ferð um eitt fallegasta svæði jarðarinnar  og góð viðbót í reynslubankann.