Aconcagua

Komin í Confluencia

Jæja, þá erum við loksins lögð af stað í hinn eiginlega leiðangur.

Miðvikudagurinn fór í hvíld og slökun, nema hjá okkur Leifi sem unnum í undirbúningi áframhaldsins. Við skruppum aðeins í bæinn seinnipartinn en það var svakalega heitt, hitinn tæpar 40 gráður. Deginum var síðan lokið á litlum veitingastað rétt hjá hótelinu okkar og snemma í háttinn, enda flestir í hópnum illa sofnir eftir flugið frá Bandaríkjunum.

Fimmtudagurinn hófst með pökkun á búnaði og nú þurfti að taka tillit til þess hvenær í ferðinni þarf að nota búnaðinn og pakka í töskurnar eftir því. Eftir morgunmatinn var síðan haldið á þjóðgarðsskrifstofuna til þess að ganga frá þjóðgarðs- og gönguleyfunum. Þar var tekið vel á móti okkur en ekkert vantaði upp á skrifræðið og mikið fyllt út af eyðublöðum og ótaldir stimplar sem þurfti að fá. Um tvöleytið var síðan lagt af stað upp í skíðabæinn Penitentes sem er uppi í 2.600 metra hæð, stutt frá innganginum í Aconcagua þjóðgarðinn. Þegar þangað var komið var byrjað á endanlegri farangursflokkun og töskunum sem áttu að fara upp í grunnbúðir og millibúðirnar Confluencia, var komið í hendurnar á þeim sem flytja þær uppeftir á múldýrum. Þá tók við hvíld og kvöldmatur en aðstaðan og veitingastaðurinn á hótelinu voru mjög fín.

Í gær lögðum við af stað inn í þjóðgarðinn, og skráðum okkur inn á þjóðgarðsskrifstofunni. Loksins var síðan lagt af stað í gönguna í frábæru veðri 25 stiga hita og sól og hæfilegum andvara. Vorum komin upp í Confluencia eftir þægilega þriggja tíma göngu í stórbrotnu landslagi um 13:00. Þar beið okkar hressing og eftir hana fórum við að koma okkur fyrir  í þriggja manna tjöldum. Við búum reyndar við þann lúxus að hafa þau sem einbýli þannig að það er mjög rúmt um okkur og dótið okkar. Framundan er síðan slökun og hvíld, en þá bíður okkar aðlögunarganga undir hinn stórbrotna suðurvegg Aconcagua.

Það eru allir bráðhressir og ber ekki á neinum óþægindum vegna hæðarinnar enn.

Bestu kveðjur frá okkur Aconcaguaförunum.

aconcagua aconcagua2

 English version:

Yay, we have finally started our official expedition.

Wednesday was used to rest as the group was rather tired after traveling from Iceland through the US. Vilborg and Leifur used the day for last minute preparation and then the group walked around the city and had dinner at a nice local restaurant. The temperature is around 40 degrees Celsius or 104 Fahrenheit, which is rather warm for a small group from Iceland.

On Thursday, we repacked our bags and equipment and arranged it by taken into account at what point of time in the expedition it would be needed. After breakfast, we went to the Park’s office to sort out some formalities with regards to licence and permits. That involved tons of paperwork, forms to fill out and associated stamps etc.

Around 2pm and with the permit in hand, we headed towards Penitentes which is at around 2600 meters and close to the entrance to the Aconcagua National Park.

Yesterday, we started our official expedition and headed into the National Park in perfect weather, 25 degrees Celsius and just this perfect breeze. We were in Confluencia after about 3 hours walk in an amazing landscape. Our camp is made of 3-persons tents but we have the luxury to have one per person, which gives us plenty of space for us and our gear.

We used the time to rest and tomorrow, we will start walking the magnificent Aconcagua Southern Wall Trek.

Everyone is doing great and adjusting well  to the height.

Best regards from the Aconcagua Team.

 

This Post Has 2 Comments

  1. Komið þið sæl og blessuð og þakka ykkur fyrir að deila með okkur ferðasögunni ykkar svona “í beinni”.

    Miðkið væri ljúft ef ég mætti biðja ykkur um að hafa smá afmæliskaffi til að halda uppá 30 ára afmælið mitt og Péturs Ásbjörnssonar þegar við fórum á Acancagua 1984.

    Gætuð þig bloggað aðeins um hvað það er heitt hjá ykkur á leiðinni inn að suðurhlíðinni, og síðan inn að aðaltjaldbúðunum. Þegar við fórum þetta þá fór hitinn upp í 35 á leiðinn.

    Hvað er búnaður fyrir hvern og einn þungur í þessari ferð hjá ykkur. Vona síðan að maturinn sé góður og næringarríkur. Þegar við fórum þá fengum við t.d. ormaétið súkkulaði 🙂 í Mendoza.

    Með kærri kveðju með ósk um gott gengi.

    Hermann Valsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *