IMG 0897

Komin aftur til Punta Arenas :)

Góðan daginn héðan frá Punta Arenas !

 

Ég get varla lýst hvernig mér líður – svo spennt er ég. Ég kom til Punta eftir að hafa ferðast í tvo daga með löngu stoppi í Santiago.  Mér telst til að þegar ég er komin á Suðurskautið að þá sé ég búin að fljúga samtals 40 erlenda flugleggi á árinu. Líkt og stundum áður að þá týndist ein taska á leiðinni og í henna voru öll fötin sem ég ætlaði að nota í leiðangrinum.  Vanalega hef ég fengið töskurnr mínar daginn eftir að ég næ til þess lands sem ég ætla að dvelja í en í þetta skiptið kom hún ekki fyrr en tveimur dögum seinna og ég var því aðeins farin að svitna í lófunum yfir þessu.  ANI var búið að taka saman lánsföt fyrir mig og svo hefði ég þurft að kaupa það sem upp á vantaði.   Sem betur fer hafðist þetta allt saman því ég er farina ð þekkja 66 norður fötin ansi vel og get ekki hugsað mér að vera án þeirra.

 

Þegar ég mætti svo á leiðangursfundinn til að hitta samferðafélaga mina og fá upplýsingar um flug og fleira fékk ég þær skemmtilegu fréttir að ég er aldeilis ekki eini Íslendingurinn I ferðinni heldur er Halla Vilhjálms og Harrý maðurinn hennar í sama hóp.  Það eru samtals níu klifrarar á leiðinni á fjallið í þremur hópum.  Svo skemmtilega vildi til að við vorum valin í hóp. Þetta verður svo sannarlega Team Iceland !

Allir klifrararnir búa yfir talsverðri reynslu og þrjú þeirra eru að ljúka við sín 7 tinda verkefni, þar af ein kona sem ég ætla aldeilis að yfirheyra varðandi Everest. Ég áttaði mig nefnilega á því að ég hef aldrei átt samræður við konu sem hefur klifið hæsta fjall jarðar.  Skemmtilegur bónus það.

Hérna eru líka klifrarar á leiðinni á Sidley næst hæsta tind Suðurskautsins og skíðamenn á leiðinni á Suðurpólinn.   Við fórum öll saman út að borða í gær og þvílík dynamic í hópnum og samanlögð reynsla er gríðarleg.  Hlakka ótrúlega til að eyða næstu dögum og vikum með hópnum.

Við áttum að fljúga suður eftir í dag en óvíst er enn með flug og næsta tékk er  seinni partinn í dag. Við krossum fingur…  ég er orðin ansi spennt að komast út á ísinn.

 

Fjallakveðja,  Vilborg Arna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *