13532879 10154320063563817 8411817128216282382 N

Í form með fjallgöngum

Fjallgöngur eru frábærar sem heilsu- og líkamsrækt. Að svitna undir berum himni, fá púlsinn upp og roða í kinnar. Sumum finnst tilhugsununin um að fara í fjallgöngu yfirþyrmandi ef að reynslan er lítil eða fyrri reynsla hefur ekki verið góð. Það geta nánast allir gengið á fjöll, þetta er bara spurning um að fara rétt að. Byrja á réttum stað og ætla sér ekki of mikið í upphafi. Algengt er að menn velji sér Esjuna sem upphafsfjall en ég mæli með því að menn prófi sig áfram á öðrum fjöllum fyrst. Fyrir þá sem eru að byrja myndi ég mæla með að fara á; Mosfell, Úlfarsfell, Helgafell í Hafnarfirði og reyna svo við Esjuna. Þannig má byggja upp þol og vinna sig smá saman uppá við.

Að vera í formi er afar persónubundið hugtak og við eigum það til að vera miða okkur við hvort annað. Það er auðvitað allt í góðu og getur verið hvetjandi í réttum kringumstæðum. Það er þó mikilvægt að muna að maður er fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig. Fyrir þá sem eiga skrefa eða púlsmæla að þá er mjög gagnlegt að fylgjast með þeim upplýsingum og safna í sarpinn. Eins mæli ég sérstaklega með því að fylgjast með þróuninni í öppum eins og Strava eða Sportstracker. Þar er einmitt tilvalið að setja sér markmið um kílómetra eða hæðametra og verðlauna sig þegar því er náð.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *