IMG 1271

Gerðu árið 2014 að árinu þínu !

Áramótin eru oft tilefni til sjálfsskoðunar, ígrundunar og ákveðins uppgjörs við þá 365 daga sem hafa liðið frá árinu áður. Stundum hafa árin verið góð og stundum hræðilega erfið og þá situr það jafnan í okkur og við sjáum ekki alveg tækifærin fyrir framan okkur. Enginn ræður sínum örlögum og stór áföll hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á okkur sem einstaklinga. En stundum lendum við í áskorunum og hindrunum á vegferð okkar og þar getum við sem haft gríðarlega mikið að segja um hver útkoman verður. Viðhorf okkar skiptir nefnilega megin máli. Þeir sem horfa neikvæðum augum á málin og neita að sjá tækifærin í völundarhúsinu munu seint ná á endastöð eða að sigla fyrir vind. Aftur á móti þeir sem kjósa að sjá ljósið í aðstæðunum, finna út hvað það er sem gerir þá að sterkari og heilbrigðari einstaklingum og leysa málin í stað þess að reka þau á undan sér munu verða farsælir.

Velgengni kemur ekki að sjálfu sér. Hún kostar blóð, svita og tár. Stundum sjáum við ekki út úr augunum fyrir allri ringulreiðinni og þá er lykilatriði að missa ekki sjónar á markmiðinu. Velgengni er að mestu leiti undir okkur sjálfum komin. Það skipir ekki máli hvaðan við komum eða hvaða einkunn var á útskriftarspjaldinu okkar í 10. Bekk. Við eigum öll sömu möguleikana og svo framarlega sem við lærum að þekkja styrkleika okkar og að vinna með veikleikana getum við farið ansi langt á þraustsegjunni.

Áramótaheit er annað orð yfir markmið. Ef við kjósum að setja okkur markmið á þessum tímamótum að þá eigum við að bera jafn mikla virðingu fyrir áramótaheitinu okkar sem og öðrum markmiðum. Við setjum okkur markmið af því okkur langar til þess að ná á ákveðinn stað eða að ná árangri. Við verðum að bera nægjanlega mikla virðingu fyrir markmiðinu til þess að setja sjálf okkur í fyrsta sætið og forgangsraða í áttina að áfangastaðnum. Það er ekki þar með sagt að við ætlum að vera sjálfselsk en sjálfsumhyggja er aftur á móti mikilvæg því ef okkur líður vel erum við að skila betur af okkur í vinnu, á heimilinu og í áhugamálunum. Að forgangsraða er ekki að fórna. Heldur er mikilvægara að spyrja sig hvort er mikilvægara að fara út að hlaupa eða panta pizzu þegar maður ætlar að ná betri tíma í næsta Reykjavíkurmaraþoni eða ná af sér síðustu fimm kílóunum. Ef þessu er snúið við og við fórnum fimm kílóunum eða tímanum í RM fyrir pizzunar og hamborgarana er alls ekki svo víst að við verðum eins ánægð með okkur í lok árs eins og í upphafi þess ☺

Gangi ykkur vel !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *