Ég býð upp á skemmtilega og fróðlega fyrirlestra fyrir vinnustaði, félagasamtök og vinahópa. Þetta eru vandaðar myndasýningar og taka um eina klukkustund. Fjallað er um markmiðasetningu, eftirfylgni og úthald, persónuleg gildi og fleira.

Vitnisburður

Þjóðskrá

Erindið hennar mæltist mjög vel fyrir hjá öllu starfsfólkinu, fróðlegur og vel fluttur – hún er svona “natural talent” í frásögninni.

Olís

Ég hlustaði á sögu Vilborgar Örnu Gissurardóttur suðurpólfara í morgun. Þvílíkt flott kona – yfirveguð og með flotta sýn á lífið og áskoranir þess. Fyrirlesturinn hennar á erindi við okkur öll. Get óhikað sagt að þetta er einn sá besti og mest hvetjandi fyrirlestur sem ég hef hlýtt á í langan tíma – góð lífsspeki sem á erindi við okkur öll.

Vörður Tryggingafélag

Hún Vilborg var alveg frábær. Ég heillaðist algerlega af hennar karakter, svo hrein og bein og með svo marga góða punkta sem hægt er að yfirfæra á leik og störf. Hún er alveg til fyrirmyndar.

Landsvirkjun

Þetta er besti fyrirlestur sem ég hef hlustað á. Hún nær manni algjörlega og maður var með henni á ferðalaginu. Fyrir utan lífsspekina og hvernig hún setur sér markmiðin og hvaða aðferðir hún notar til þess að koma sér á leiðarenda. Frábær ung kona.

PwC

Mig langar að þakka kærlega fyrir frábæran fyrirlestur Vilborgar í morgun. Það er samdóma álit þeirra starfsmanna sem á hlýddu að fyrirlesturinn hafi verið alveg frábær og margir sem sögðu að þetta væri einn besti hvatningarfyrirlestur sem þeir hefðu hlustað á. Hún er alveg einstök manneskja með mikla útgeislun og skemmtilegan og einlægan frásagnarahæfileika. Þá var uppbygging bæði fróðleg og skemmtileg og gaman að sjá hvernig gildum og markmiðum var fléttað inn í frásögnina. Hún er náttúrlega algjör HETJA.

Fyrirspurnir og bókanir:  vilborg@vilborg.is

TedxReykjavík 2016

TedxBratislava 2014