Lydia Og Guðmundur Við Dyrfjöll ásamt Ferðafélögum. Ljósm. óþekktur.
Lydia Og Guðmundur Við Dyrfjöll ásamt Ferðafélögum. Ljósm. óþekktur. Lydia Anna Lára á Gangnapurna. Myndi Torfi Hjaltason Að Stýra James Caird II Leiðangursbátnum Okkar úr Shackleton 2000 Leiðangrinum Við Suðurskautslandið©Arved Fuchs Anna Svavarsdóttir á Manaslu Klippa úr Morgunblaðinu Unnur á Vatnajökli Sigrún á Ermasundi Klippa úr Vísi Mynd: Sigrún Hrólfsdóttir Elísabet Margeirs Mynd Af MBL Nikita Clothing Veiga

Frumkvöðla konur í útivist

Á sunnudaginn næst komandi er International womens day og þemað í ár er: #EachforEqual og jafnframt opna augun fyrir því sem við getum gert sem einstaklingar til að brjóta niður staðalímyndir, berjast gegn fordómum og hampa afrekum kvenna.

Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur af afrekum kvenna á útivistarsviðinu. Þetta eru allt konur sem hafa rutt brautina eða skarað framúr á sínu sviði. Ég man þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á gönguskónum að ég horfði til margra þessara kvenna full aðdáunar og fann mikla hvatningu í að lesa mér til um ferðir þeirra og afrek.

Ég man svo vel fyrstu ferðina sem ég leiðsagði í á Hvannadalshnúk árið 2005. Þá voru hlutföllin eitthvað á þá leið 90 karlmenn og 10 konur. Þetta hefur snúist við og konur hafa heldur betur látið til sín taka á þessum vettvangi og framundan er hvorki meira né minna en bráð skemmtileg ferð á Kvennadalshnúk þar sem 100 konur koma saman og ganga til stuðnings félaganna Líf og Krafts. Þá eru Snjódrífurnar að undirbúa stóran kvennaleiðangur yfir Vatnajökul á vormánuðum.

Þá er gaman að segja frá því að konur (og karlar auðvitað líka) hafa verið mjög öflugar í þeim námskeiðum og ferðum sem við höfum farið á vegum Tinda Travel og mikil gróska í gangi. Í leiðangursheiminum hafa konur verið í miklum minni hluta þegar horft er heilt yfir en síðustu fimm ár finnst mér hafa verið talsverð aukning og margt spennandi í gangi.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en svona stiklað á stóru og ég viðurkenni það fúslega að mig langar svo sannarlega að skrifa um fleiri konur og kafa dýpra ofan í afrekin þeirra. Það er bara aldrei að vita nema það gerist fyrr en seinna!

LydiaLydia Pálsdóttir tók virkan þátt í íslenskri fjallamennsku til ársins 1950. Hún var gift Guðmundi frá Miðdal og í félagi við aðra sofnuðu þau  Félag Fjallamanna árið 1939 sem stóð meðal annars að skálabyggingum í Tindfjöllum og á Fimmvörðuhálsi.  Saman fóru þau meðal annars í ferðir í Alpana auk þess að fara á gönguskíðum inn í Grímsvötn árið 1934 til þess að kanna eldgos sem þá stóð yfir. Fjallað er um ferðir hennar í bókinni Lífsganga Lydiu.

 

 

Anna Lára á Gangnapurna. Myndi Torfi HjaltasonAnna Lára Friðriksdóttir er ein ötulasta fjallakona sem þjóðin hefur getið af sér og á að baki margar merkilegar ferðir bæði hér á landi sem og erlendis. Meðal afreka hennar hér heima má nefna frumfara leið á Hrútfjallstinda sem þykir eitt af tignarlegustu fjöllum landsins. Anna hefur einnig látið til sín taka á erlendum vettvangi og hefur meðal annars staðið á tindi Alpamayo eins formfagursta fjall heims, lengi vel átti hún hæðarmet íslenskra kvenna eftir að hafa klifið Huscar­an í Perú árið 1987 auk þess að hafa farið í leiðangur á Gagnapurna í Himalayafjöllunum.

 

að stýra James Caird II leiðangursbátnum okkar úr Shackleton 2000 leiðangrinum við Suðurskautslandið©Arved Fuchs Sigríður Ragna Sverrisdóttir er mögnuð kona sem er vel sigld eftir að hafa tekið þátt í mögnuðum leiðangrum um heimsins höf. Þar á meðal má nefna leiðangur norður í Sceoresbysund á Grænlandi þar sem skútan var látinn frjósa inn í ísinn heilan vetur og stórmerkilegan leiðangur á Suðurskautið í kjölfar Shackletons, eins frægasta leiðangurs sögunnar. Þar að auki hefur Sigga Ragna komið víða við siglandi s.s. á Svalbarða, á Páskaeyju og Hawaii.

 

 

Anna Svavarsdóttir á Manaslu Anna Svavarsdóttir hefur bæði klifið óteljandi hæðarmetra sem og flotið niður beljandi jökulár á raftbát. Hún er brautryðjandi í háfjallamennskunni en árið 2003 varð hún fyrst íslenskra kvenna til að fara yfir 8000 metrana þegar hún stóð á tindi Cho Oyu.  Árið 2014 var hún fyrst Íslendinga til þess að klífa áttunda hæsta fjall í heimi Manaslu auk þess hefur hún m.a. klifið Island peak, Loboche east og reynt við hið margfræga fjall Pumori.

 

 

Klippa úr MorgunblaðinuÁrið 1998 gengu fjórar konur yfir Grænlandsjökul og voru fyrstar íslenskra kvenna til þess að klára það þrekvirki. Þetta eru þær: Dagný Indriðadóttir, María Dögg Tryggvadóttir, Þórey Gylfadóttir og Anna María Geirsdóttir, auk þeirra var með í för Einar Torfi Finnsson. Þær voru 24 daga á leiðinni og skíðuðu yfir 540 KM. Þær hafa allar verið virkar á hinum ýmsu sviðum innan útivistarinnar bæði í björgunarsveitum. leiðsögn sem og allskonar ferðum um fjöll og firnindi.

 

Árið 2010 skelltu Berglind Aðalsteinsdóttir og Sædís Ólafsdóttir sér á Kerlingareld á Tröllaskaga. Þetta er sex spanna klettaklifur leið á glæsilegan tind á fjallinu Kerling í Svarfaðardal. Þetta var jafnframt fyrsti kvennaleiðangurinn á tindinn en hann er afar fáfarinn og þykir ein glæsilegasta leiðin á landinu. Hér má sjá myndband af ferðinni: https://vimeo.com/19705276

Klippa úr VísiMagnea Magnúsdóttir er ein af valkyrjum landsins þegar kemur að útivist. Árið 2005 náði hún þeim merka áfanga að vera valin í jaðaríþróttateymið hjá Fat Face sem er þekkt lífstíls og útivistarmerki. Hún tók þátt í að gera kynningarefni fyrir fyrirtækið með því að sýna listir sýnar á snjóbretti og í öðrum jaðaríþróttum.

 

 

Aðalheiður Ýr Gestsdóttir var á tímabili ein fremsta snjóbretta kona heimsins. Hún var á samning hjá Burton og fleiri risum. Hún vann meðal annars opna breska mótið í Ástralíu og alþjóðlegt mót í Innsbruck ásamt því að vinna við gerð snjóbretta myndbanda.

nikita-clothingAðalheiður Birgisdóttir eða Heiða í Nikita er þekkt fyrir að hafa komið á legg fatamerkinu Nikita, for girls who ride. Allar útivistarstelpur vildu vera í Nikita sem endurspeglaði lífstílinn frá toppi til táar. Heiða er ekki bara framúrskarandi hönnuður heldur er hún vel liðtæk á brettinu.

 

 

Unnur á VatnajökliUnnur Jónsdóttir gekk einsömul yfir Vatnajökul í mars 2014. Þetta var síður en svo auðveld ferð þar sem veðurfar var ákaflega kerfjandi. Unnur fór upp frá Snæfelli og kom niður hjá Breiðamerkurjökli. Þetta er eina sólóferð konu yfir jökulinn en á leiðinni þurfi hún að bíða af sér mikið hvassviðri og eiga við brotna tjaldsúlu. Vatnajökull er með þeim erfiðari jöklum sem þveraðir eru hvað veðurfar varðar.

 

 

Sigrún á Ermasundi Sigrún Geisdóttir varð í ágúst 2015 fyrsta íslenska konan til þess að synda einsömul yfir Ermasundið. Hún var 23 klst og 30 mín á leiðnni en þetta var hvorki hennar fyrsta ferð né síðasta þar sem hún hefur tekið þátt í nokkrum boðsundsferðum yfir sundið. Auk þess hefur hún afrekað ýmislegt í íslenskri lögssögu s.s. Viðeyjarsundin, Bessastaðasund, Grímseyjarsund og áfram mætti lengi telja.

 

 

Elísabet Margeirs mynd af MBLElísabet Margeirsdóttir er fremsti fjallahlaupari landsins. Hún gerði sér lítið fyrir og kom fyrst kvenna í mark eftir 400 km hlaup í Gobi eyðimörkinni árið 2018. Hún hefur einnig hlaupið Laugaveginn fram og til baka á sama degi auk þess að hlaupa hið fræga UTMB í Ölpunum.

 

 

VeigaVeiga Grétarsdóttir náði því merkilega afreki að vera fyrsta íslenska konan til þess að róa á kayak umhverfis Ísland, ekki nóg með það heldur réri hún rangsælis eða á móti straumnum. Veiga réri 2099 km á rúmum þremur mánuðum og oft á tíðum við mjög krefjandi aðstæður. Veiga er að stefna á að róa umhverfis Danmörku.

 

 

Mynd: Sigrún HrólfsdóttirHjördís Björnsdóttir er ein fremsta klifurkona landsins og hampaði nýlega sigri í grjótglímu á Reykjavíkurleikunum. Hjördís æfir stíft og ferðast auk þess til annara svæða til þess að stunda klettaklifur. Hjördís kemur víða við og starfar meðal annars sem leiðsögukona á jöklum landsins. Það verður spennandi að fylgjast með Hjördísi á næstu misserum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *