Fréttir frá Afríku

Halló halló!

Við erum eldhress hér í fyrstu búðum á Mt. Meru (fjall sem við göngum á fyrir hæðaraðlögun fyrir Kilimanjaro).

Við erum hér níu Íslendingar saman og áttum frábæran dag saman (í gær 24. feb). Við byrjuðum gönguna í 1800 metrum og frá og með fyrsta metranum var þetta spennandi.. sérstaklega fyrir okkur dýranördana 🙂

Við byrjuðum á því að sjá apa og svo fljótlega sebrahesta og buffalo, þetta var ekki búið því við sáum líka gíraffa og fleiri apategundir. Aðstaðan hér er mjög góð og frábær frammistaða hjá kokkunum.

Okkur líður vel en erum ef til vill pínu lúin eftir flugið. Hópurinn er frábær og mikið af hæfileikaríku fólki. Eftir gönguna bauð Ingvar upp á teygjur og jóga og það hjálpaði okkur mikið, enda pínu stirð 🙂

Á morgun bíða okkar fleiri ævintýri og við sendum fleiri fréttir annað kvöld.

Bestu kveðjur frá Afríku,

Vilborg

———-

English version

Hi there from Africa,

We are located in the base camp of Mount Meru,  the sister peak to Africa’s highest summit, Mount Kilimanjaro, which is part of our acclimatization trek for altitude adjustment before heading for Mt. Kilimanjaro.

We are a group of 9 Icelandic people and had a great day yesterday. We started our hike in 1800 meters and from the beginning it was a very adventures trek… especially for us who were eager to see all the wild animals.

We started off by seeing monkeys and then soon some zebras and buffalos – and then we noticed few giraffes and then other monkey species. The facilities and amenities here are very good so we are doing great – despite still being a little jet lagged.

Our group is great and a lot of talented people. After our hike, Ingvar (one of our Icelandic group member) made sure we did some stretching and yoga which helped a lot.

Tomorrow we will embark on some more adventures and will be posted more news later.

Best regards from Africa,

Vilborg

This Post Has One Comment

  1. Gott að heyra að allt gengur vel. Við sendum ykkur bestu kveðjur frá Hollandi og vonum að framhaldið gangi líka svona glimrandi vel. Jóga og teygjur með Ingvari klikka seint!! Áfram þið!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *