Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 50

7. janúar 2013

haeho. tad var bjart og stillt vedur i dag og faerid skanadi med hverjum km. tad snjoadi reyndar i gae

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, it was a bright still day and the travel conditions got better with each kilometer traveled. It was snowing a little bit yesterday… message truncated…

This Post Has 10 Comments

  1. Sæl Vilborg….Gott að heyra frá þér enn og aftur,vonandi eru veðurguðirnir þér hliðhollir það sem eftir er af ferðinni..
    Þú ert sannkölluð hetja og ert allveg að klára þetta og ég veit að þú massar restina eins og ekkert sé..
    Megi allir góðir vættir fylgja þér skref fyrir skref á leiðarenda…
    Baráttukveðjur frá Hveragerði…

  2. Þú ert algjör hetja, svo gaman að fylgjast með þér sem ég geri á hverjum degi… Gangi þér vel.

  3. Ég hef fylgst með þér úr fjarlæð full aðdáunar á dugnaði þínum, kjarki og manngæsku.

    Mínar bestu óskir um að allt gangi vel hjá þér síðasta spölinn og ég bið Guð að ver með þér.

  4. Kominn á sléttubrautina garpur og lokaspretturinn frammundan fara skref fyrir skref þá gengur allt vel góðar kveðjur úr Mýrdalnum.

  5. Gangi þér vel á lokasprettingum, maður getur ekki gert sér í hugarlund þrekraunina sem þú ert að gang í gegnum, þú rokkar og klárar þetta með stæl. Hlakka svo til að heyra frá þér þegar þú ert komin á leiðarenda og sjá og heyra af lífsreynslu þinni með þínum eigin orðum. Það er ekkert væl á blogginu þínu eins og hjá félaga þínum sem þú skautaðir fram úr 🙂

  6. Þú hefur staðið þig eins og hetja!! Flott afrek hjá þér, hef verið að fylgjast með þér og þó ég þekki þig ekki neitt þá er ég ótrúlega stolt af samlanda mínum að fara í þessa löngu og erfiðu för. Þú ert algjört æði.

    kv.
    Ólöf

  7. Blessuð mín kæra þvílíkur dugnaður í þér þú ert algjör Hetja. í morgun var ég að keiras eldri borgara af Selfoss sem labba alla þriðjudaga 4 kílómetra og ég ellti á rútunn það er alltaf fyrsta spurningin hvernig gengur Vilborgu og eru þau full aðdáunar af þér og eins með skóla krakkana spirja daglega um þetta þrekvirki þitt og biðja mig að skila kveðjum til þín með bestu óskum um gott gengi. Þú ert svo góð fyrirmynd að manni verður orðavant. Gangi þér vel og megi allir góðir vættir vaka yfir þér mín kæra . Kveðja TÓTI OG ALLIR HINIR Í Miðtúninu.

  8. Vilborg, nemendur í Birkimelsskóla í Vesturbyggð hafa á aðventunni búið til jólakort og selt til ágóða fyrir Lífsspor. Níu nemendur bjuggu til falleg og frumleg jólakort og seldu fyrir 50.000 krónur. Það eru alir að tala um þig, hreyfa sig þér til stuðnings og heita á þig. Algjör hetja sem allir líta upp til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *