Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 49

6. janúar 2013

haeho. threyta er adeins farin ad segja til sin en tad er mjog mikilvaegt ad lata tad ekki na tokum a ser. i dag einblindi eg ad eg thyrfti ekki nema einu sinni yfir hvern skafl sem er mer klarlega i hag sem og ad eg vaeri komin yfir 2700 m haed og tvi minna en 100 m haekkun eftir. eg er buin ad skida yfir 950 km og a eftir um 170 km. eg er enn ad skida i skoflum en tad aetti ad lagast eftir morgundaginn. i dag for eg 20 km og sotti lika birgdasendinguna og er tvi vel sett. ad lokum vil eg senda takkarkvedjur til olgerdarinnar fyrir studninginn. lifssporskvedja 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Hi there, I’m starting to get a little bit tired but it is extremely important to keep focused and not let that get to you. Today, I focused on making sure I only had to cross each sastrugi once which is very beneficial. In addition, I’m currently at 2700 meters over sea level and therefore only about 100 meters elevation gain left. I’ve traveled over 950 kms and have about 170 km left.

I’m still going through the sastrugi zone but it should get better after tomorrow. I traveled 20 kms today and was also able to pick up my cache with the extra food supplies. I want to send out special thanks to Ölgerðin for all their support.

Best regards from Antarctica.

This Post Has 26 Comments

  1. Frábær einbeiting hjá þér Vilborg – Gangi þér vel að skíða og ganga upp upp upp á topp…

  2. Magnað….styttist svo sannarlega með hverjum deginum, þú stendur þig stórkostlega vel.
    Kv. Elín

  3. svo lítið eftir, ekkert mál fyrir þig , megi góðir vættir og pollianna fylgja þér alla leið heim, aftur..))

  4. Sæl Vilborg…Gott að það gengu vel hjá þér allltaf jafn jákvæð og skemmtileg,.
    Þvílíkur dugnaður sem við erum búin að vara vitni af er nú ekkert smá og kannski ekkert skrýtið þótt þú sért orðin þreytt
    en það er svo stutt eftir í lokadaginn bara rétt handan við hornið …
    Hetja ert þú Vilborg 20 km í dag er frábær árangur það geta engin orð lýst þínum aga og dugnaði…
    Megi allir góðir vættir fylgja þér á í dag og á leiðarenda ….
    Baráttukveðjur frá Hveragerði…

  5. Duglegust allra duglegra mín kæra dóttla.
    Gott að byrja daginn á að fá fréttir af þér og þ.a.l að vakna vel. Mér finnst ekki undarlegt að þreyta sé farin að segja til sín hjá þér eftir allt þetta verkefni þitt,, það er sko ekkert smáræði sem er að baki.
    Hlúðu að þér eins vel og hægt er í þessum aðstæðum…..þetta er bráðum allt búið og þá getur þú sagt “Sjáið skaflana………..þarna fór ég”
    Megi allar góðar vættir safnast saman kringum þig, vaka yfir þér og vernda og svo blessaður veðurguðinn….. eins gott að hann haldi sönsum það sem eftir er.
    Knús til þín.

    1. Mikið máttu vera stollt af þessari stúlku og ég segi eins og þú megi allir góðir vættir styðja hana og styrkja.

  6. Niðurtalningin hafin… Ég tek ofan af fyrir þér, kraftakona. Þetta er magnað afrek. Gangi þér sem alla best!

  7. Þetta er rétta hugarfarið… það er ekki eftir það sem búið er, bara einu sinni yfir hvern skafl 🙂 BARA 170 km eftir – þú ferð von bráðar að SJÁ “markið”. Þú ert flottust 🙂

  8. Það er greinilegt að það er þér í hag að vera “mjög svo dýrðlega jákvæð alveg”, eins og maðurinn sagði! Hlýtur að vera góð tilfinning að toppurinn sé nánast í augsýn. Bestu kveðjur um áframhaldandi fulla ferð, frá öllum á Brjánslæk.

  9. Sendi þér hvatningu og styrk! Ótrúlegt afrek sem þú hefur unnið.

  10. Þú ert kraftaverkakona Vilborg mín við erum farin að hlakka til að fá þig heim

  11. 170 km eftir. Það er vegalengdin frá Reykjavík til Stykkishólms (í gegnum Hvalfjarðargöng). Aftur á móti það sem þú ert búin með er Reykjavík – Höfn í Hornafirði með því að fara norðurleiðina og það í öllum þessum sköflum, veðri o.s.frv. Eitt skref í viðbót færir þig nær takmarkinu. Gangi þér vel með restina. Þú getur þetta, því þú ert mögnuð skvísa. :o)

  12. Allt er hægt ef Villý er fyrir hendi!!! Haltu áfram ótrauð en passaðu að hægja á þér í tíma svo þú farir ekki sunnar en 90°

  13. Rétta hugarfarið !
    Þú ert svooo nálægt.
    Hlakka til að lesa frá þér eftir daginn í dag.
    Áfram skaflapæja 🙂
    Mbk,

    Pálína

  14. Þetta er rétta hugarfarið Villa mín. Þetta er alveg að detta í hús hjá þér.
    Gott að þú ert búin að fá í kroppinn. Verði þér að góðu.
    Kveðja frá Bolungarvík.

  15. Áfram nú Villa, þú ert alltaf svo jákvæð og kemst langt á því og ekki vantar dugnaðinn. Þeir eru oft erfiðir síðustu metrarnir en eftir að hafa lokið við alla þessa kílómetra er þetta lítið sem eftir er:)

  16. Go girl!! Gangi þér dúndur vel á lokasprettinum.. Sjáumst sem fyrst í Elsumat í Skipasundinu 🙂

  17. Ég sendi þér alla mína krafta fyrir síðustu dagana. Ég tek að mér að vera þreytt fyrir þig 😉 Haltu áfram að njóta!! Þú ert náttúrulega svo dugleg að ég eiginlega á ekki orð yfir það!
    Mínar allra bestu kveðjur til þín 🙂

  18. Njóttu þess litla sem er eftir af ferðalaginu. Þú átt eftir að sakna þessa tíma þegar þú ert komin heim.

  19. Sendi þér baráttukveðjur og tek ofan fyrir óskiljanlegum dugnaði og harðfylgni sem að þú býrð yfir. Málefnið sem að þú styrkir er frábært og ég segi bara……..geri aðrir betur:)

  20. Gangi þér rosalega vel á lokasprettinum. Þú ert algjör kjarnakona og rosalega flott fyrirmynd fyrir allar ungar konur 🙂 Sýnir að allt er hægt ef maður ætlar sér og temur sér rétta hugarfarið! Er ótrúlega stolt af því að vera samlanda þín. Sendi þér kraft, orku, birtu og yl 🙂 Kær kveðja, Kristbjörg Þórisdóttir.

  21. Sendum baráttukveðjur til þín! Þvílíkur dugnaður og kraftur í þér! Gangi þér vel í því sem eftir er og við hlökkum til að lesa meira frá þér! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *