Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 46

3. janúar 2013

haeho. prydis skafladagur ad baki, to ad tetta reyni a ad ta held eg ad eg myndi ekki vilja hafa tetta odruvisi tvi askoranir gera mann sterkari. i dag skidadi eg 21 km en var i sma vandraedum med annan sledann fyrstu tvaer loturnar og km komu haegt inn en tegar eg nadi ad klara ad leysa malid ad ta gekk hradar. tad kolnar hratt med hverjum deginum sem eg skida haerra auk vindkaelingarinnar. en madur naer ad brynja sig vel og gangan heldur a mer hita og pasur eru stuttar en svo nota eg dunulpuna godu i tjaldverkum og lengri stoppum. eg er nu stodd a s 87.50.347 og w 82.27.909 og komin i 2536 mys. ad lokum langar mig ad senda takklaetiskvedju til eggerts feldskera sem utbjo ulfaskinnid a jakkan minn og hlifir andlitinu svo vel i kuldanum og vindinum. lifsspors kvedja ad sunnan

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, a pretty good day behind me… even though this has been very challenging, I wouldn’t change a thing as the challenges makes you stronger. I traveled 21 km today but was in some trouble with one of my sleds this morning so had to start slowly.. but as I figured out a solution I was able to travel longer distance. It’s getting colder and colder each day as I gain more elevation plus the wind chill. But I dress properly and use my ski mask and walking keeps me warm. I take short stops and use my heavy down jacket while I’m setting up my camp and when in longer stops such as lunchtime. I’m currently at s 87.50.347 og w 82.27.909 and 2536 meters over sea level.

I want to send special thanks to Eggert feldskeri (Eggert the furrier) for the wolf skin for my jacket.. It protects my face for the cold and the wind.

Best regards from Antarctica.

This Post Has 15 Comments

  1. Alveg ertu ótrúleg,, 21 km í þessu færi. Eftir því em Aaron segir, eru skaflarnir alveg svakalegir, hann er nú tæpum 30 km á eftir þér.
    Þetta er alveg ótrúlegur kraftur í þer. Gangi þér áfram vel.
    Kveðja frá Sauðárkróki.

  2. Það er ekkert sem stoppar þig stelpa. Þetta er alveg að koma.
    Kveðja að vestan.

  3. Þú ert alveg mögnuð, ég dáist að þér. Gangi þér vel og ég veit að þú nærð takmarkinu!

  4. Sæl Vilborg…Alltaf gaman að heyra frá þér og er kvatning inní daginn að lesa bloggið þitt og skinja að erfiðleikarnir gera mann sterkari …Þú er sannkölluð hetja Vilborg og dugnaðarforkur í ofanílag þú sýnir okkur hinum á hverjum degi hvað er hægt að takast á við með seiglu og krafti….
    Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda það er stutt í endastöð….
    Barággukveðja frá Hveragerði…

  5. Góðan daginn elskuleg. Enn á ný sannar þú fyrir þjóðinni allri að allt hefst þetta með þrautseigju og áræðni, jákvæðni og hugrekki.
    Eins og afi þinn sagði forðum við móðurmyndina þína “Ef þú gefst upp, þá gefstu upp fyrir þér sjálfri og engu öðru”……….sagt við allt aðrar aðstæður en þínar og ekki varðandi svona ferðalag…….ferðalag þó.
    Það er með hreinum ólíkindum hvað þú ert búin að óorka, bæði þú sjálf og hvað þú hefur hvatt fólk áfram með sitt, þú sannar á hverjum degi að hvert spor er spor í rétta átt,
    Þú ert góð fyrirmynd ungra sem aldinna.
    Njóttu lífsins elskuleg sem best þú getur og enn á ný óska ég að allar góðar vættir hópist saman kringum þig, vaki yfir þér og verndi og að veðurguðinn haldi áfram að halda sig á mottunni.
    Knús til þín og við hlökkum mikið til að fá þig heim.

  6. Nýárskveðja til þín Vilborg , Farðu vel með þig og gangi þér bezt á lokasprettinum. Langar að senda þér kakó með stroh-i 😉

  7. Seig ertu! Gaman að lesa bloggið þitt á hverjum morgni! Gangi þér áfram sem best og vonandi eru þessir stóru skaflar bráðum búnir!
    Bestu kveðjur frá öllum hjá NS! 😉

  8. Vilborg mín ótrúlega á ekki orð til að segja við sona ofurfrænku gangi þér allt í haginn og passaðu þig á kuldabola þúsund risaknús á þig

  9. Frábært ad frétta af thér elsku Vilborg mín. Baráttukveðja til thín frá okkur á Jòtlandi. Go for it Girl . Knus

  10. Kær kveða héðan frá Reykjavík nánar tiltekið úr Bryggjuhverfinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *