Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 3

21. nóvember 2012

godur dagur a sudurskautinu. morgunleikfimin var brekka, tad var sma is i henni svo eg skellti mer a broddana eftir tad kom svo frekar slettur kafli og litid um skafla. nu er eg lika komin a stefnu ad polnum en madur tarf ad ganga upp af jokli i byrjun og kraekja fyrir sprungur. gekk 12 km i dag og er komin i 762 mys. annars er bara gott ad fretta og takk kaerlega fyrir allar kvedjurnar taer eru mer mikil hvatning.

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hello from the Antarctica. Today was a good day, my morning workout consisted of walking up a large hill.. it was partially covered with ice so I had to change over to walking (not skiing) uphill using crampons.
After walking uphill quite seriously, there was a relatively flat surface and little sastrugis on my way.
Now I have a direct path towards the south pole after walking up the glacial through a crevasse zone.
I walked 12 km (7.5 miles) today and am currently at 762 mys. (meters over sea level). I’m doing good and want to send out special thanks for all the messages I’m receiving – big encouragement to keep going.

This Post Has 16 Comments

  1. Roger, gott að fylgjast með þér. Nýtt ævintýri á hverjum degi. Það veitir innblástur

  2. Dugleg og frábær, það er ljúft að fá fréttir af þér gæska mín. Farðu varlega………….veit reyndar að þú gerir það.
    Bestu kveðjur.

  3. Gaman að fylgjast með þér Vilborg, gangi þér rosa vel en farðu nú samt varlega 😉

  4. Er með hugann hjá þér þegar mér finnst kalt á Íslandi en þú ert hetja. Stolt af þér

  5. Þú ert mér innblástur til meiri metnaðar. Takk fyrir það.
    Ég er stolt af að þekkja slíka kjarnakonu.

  6. Gaman að lesa pistlana þína ofurkona. Þú veitir okkur hér heima mikinn kraft og þor í okkar daglega amstri :O) Takk fyrir!

  7. Hæ Hó – Gaman að þú gast verið í sólbaði í dag. Góð kveðja og gangi þér vel.

  8. Gott að heyra að brekkan sé að baki og vel gangi hjá þér 🙂
    Var hugsað til þín í ræktinni í gær þegar ég var að kafna á brettinu…..vegna illa lyktandi manns á brettinu við hliðan á mér…..þá hugsaði ég að þetta væri Vilborg laus við 😉 Gangi þér vel áfram, hugsa áfram til þín og sendi góða strauma 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *