Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 25

13. desember 2012

haeho aftur 🙂 i dag vaknadi eg i glampandi sol! mikid agaleg vard eg glod, mer finnast whiteoutin erfidust. leidin la uppa vid i dag i ordsins fyllstu merkingu skidadi upp aflidandi brekku i c.a. 3 klst. tad var annars tungt faeri i dag, enn mikid af nysnaevi. en solin baetti tad upp. eg var orlitid threytt i dag tar sem eg thurfti ad leggja mjog hart ad mer til ad na inn 20 km sidustu daga en tad lagast med godum naetursvefni. i dag skidadi eg lika 20 km og eg er farin ad hlakka til ad komast lengri vegalengdir. annars lidur mer mjog vel. eg er mjog satt i tessum nyju heimkynnum og hilleberg hollin er gott heimili. eg hugsa mikid a daginn tegar eg er ad ganga og er takklat fyrir gott imyndunarafl og haefileikann til ad dagdreyma. ad lokum langar mig ad senda sudurskauts skidakvedju til skemmtilegasta flugfelags i heimi WOW air med tokk fyrir studninginn.

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

(vantar einn dag í bloggið vegna þess að ekki var næg sól til að hlaða tæki og tól)

English version:

Hi there again, Today I woke up and it was bright and sunny. I was extremely happy, as I find the whiteout to be the most difficult part. I skied uphill today for about 3 hours. Rather difficult travel condition with a lot of fresh new snow but the sun definitely made up for it. I was a little tired today as I had to work really hard to cross the 20 km mark in the last few days. But nothing that a good night sleep can’t make up for. I’m very happy and comfortable in my new habitat and the Hilleberg camp is a good home. I do a lot of thinking when I’m skiing and I’m grateful for my imagination and the skills to daydream.

I want to send special Antarctic ski-regards to the best and most fun airline in the world – WOW Air – for all there support.

This Post Has 12 Comments

  1. Yndislegt að fá svona góðar fréttir af þér í morgunsárið því ekki get ég vakað frameftir því ég þarf að fara eldsnemma á fætur og það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég rumska……….”Hvernig ætli Vilborgu minni hafi vegnað í gær” og eins er það líka það síðasta sem er í minni meðvitund þegar ég lognast útaf á kvöldin er að tala við syðri veðurguðinn og rabba aðeins við verndarvættirnar.
    Einn lítill pjakkur sem ég þekki vill að þú flýtir þér á suðurpólinn og drífir þig svo heim, (og það eru víst fleiri), hann og aðrir eru fullir aðdáunar á þér enda ertu alger jaxl………..og það sko harðjaxl og fín og falleg fyrirmynd (það verður aldrei frá þér tekið), enda sagði pabbi þinn við þig þegar þú fæddist “Mundu að það eru fjórir í ásnum”
    Ég held áfram að’ rabba við veðurguðinn og bið verndarvættirnar góðu að vaka yfir þér og vernda þig. Amma þín fer með faðirvorið kvölds og morgna á þeim tíma sem þú ert að vakna eða koma þér fyrir því hún er með eina klukkuna stillta á þinn tíma (“,). Annars er hann nú alveg þrælmagnaður veðurfræðingurinn sem spáir hvítum jólum á þessum slóðum heheheheh, alveg ótrúleg tilviljun hjá honum að hitta alltaf á slíkt. Sæmi vill ráða hann á Veðurstofuna hehehehe, ekkert gagn í okkar veðurspámönnum í þessu efni. Kannski er veðurfræðingurinn þinn ættaður að vestan og því rammgöldróttur!!
    Knús og bestu kveðjur þarna suðureftir.

  2. Frábært að vakna og fá þessar fínu fréttir af þér! Vonandi heldur sólin áfram að verða ferðafélagi þinn 😀
    Stubbaknús!

  3. Það er fátt betra en að byrja daginn með að heyra hljóðið í þér. Skrifin þín eru hvatning inn í nýjan dag hér á norðurslóðum 🙂

  4. Góðar fréttir af þér eru gulli betri í morgunsárið gangi þér allt í haginn knús

  5. Hæ hæ, það gladdi mig mikið að lesa etta með sólina..So kom brekkan ! Þú hefur nú séð þær nokkrar..Tek undir orð Þuru lesandi loggið þitt er ekkert væl í boð hér…Farnist þér sem allra best..<(")

  6. Það er ekki að spyrja að jákvæðninni hjá þér. Þú ert frábær.
    Kveðja að vestan.

  7. Gott að heyra frá þér, enginn pistill í 2 daga, það fer nú sko með taugarnar hér heima ;). Og hnitin ?

  8. Hæ Villý,
    Gott að allt gengur svona ljómandi v el hjá þér en ferðin þín minnir mig á gátu sem spyr : hvaða litur er björn sem labbar 10km suður, svo 10km vestur og síðan 10km norður og endar á sama stað og hann byrjaði? Þú værir ekki lengi að svara að hann væri hvítur því hann hefði þurft að byrja á norður pólnum til að svona ferð gangi upp. En nú spyr ég,, svo þú hefur eitthvað að hugsa um í dag, þar eru fleiri staðir á jörðinni þar sem svona “labbitúr” er hægt – hvar eru þeir að finna? Visbending ‘ – Þú ert ekki ýkja langt frá svona stöðum 🙂
    gangi þér sem best hörkutól

  9. hm, engin færsla enn, kl. er núna 22.05 hjá þér Vippa. En 1.05 hér á Íslandi ;). En við bíðum áfram.

  10. Fylgist reglulega með þér. Þekki þig ekkert en get ekki annað en dáðst að hugrekki þínu og dugnaði. Þú ert á góðri leið með vinna ótrúlegt afrek. Ég gef út tvö blöð og get ekki beðið eftir að fá að segja frá afreki þínu. Gangi þér allt í haginn. Þú ert sannkölluð hetja í mínum augum.

  11. Sæl Vilborg ..það er ekkert skemmtilegra en að lesa bloggið þitt á laugardagsmorgni og sjá hvað þú ert alltaf glöð og jákvæð
    og hvað þessi verkefni þín ganga upp dag frá degi…
    Þú ert hetja helgarinnar og mátt vera stolt af sjálfri þér fyrir þennan frábæra árangur það er gott að sólin lét sjá sig..
    Gangi þér rosalega vel Vilborg og megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda…

  12. Sæl Vilborg, ég er ein af þeim fjölmörgu sem fylgist með þér . Þú ert svo sannarlega hugrökk og kraftmikil og ég óska þér góðrar áframhaldandi ferðar. Kveðja frá Patreksfirði 🙂

Leave a Reply to Anna Guðmunds. Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *