Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 22

10. desember 2012

haeho. agetis dagur ad baki. upplifdi serstok og skemmtileg vedurbrigdi i dag. skidadi inn i dimmt sky sem snjoadi ur. tad for hratt yfir svo allt i einu stod eg med annan fotinn i white out og snjokomu og hinn i solskyni. eg valdi ad halda mig solarmegin i lifinu. eg skidadi 21.1 km i dag sem er lengsta dagleidin min. annars spair snjokomu a hinn daginn. marc vedurfraedingur i union glacier segir allt benda til tess ad jolin verdi hvit a sudurskautinu i ar. ad lokum langar mig ad senda kvedju til allra hja hreysti med tokk fyrir studninginn. eg elska orkudrykkinn og tamba hann a hverju

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, had a good day today.. Experienced a unique and interesting weather conditions today. I skied into a very dark cloud and it was snowing. It went by really quickly and all of a sudden I had one foot in a white-out and snow and the other in bright sunshine.

I decided to stick to the sunny part of life :0)

I traveled 21.1 km today which is the longest distance per day I have traveled so far.

The weather forecast say it will be snow tomorrow and Marc the weather guy at the Union Glacier camp mentioned that it looks like it will be a white christmas in Antarctica this year.

I want to send special thanks to everyone at Hreysti for all their support. I love their energy drink and I drink it every day.

This Post Has 17 Comments

  1. Þú ert mesti harðjaxl sem ég þekki.
    Skrifa þetta á hótel Geirlandi er í jarðvangsleiðangri að kynna könnunina okkar frá í sumar!
    kv,
    Rögnvaldur

  2. Duglegust………, þetta eru góðar og skemmtilegar fréttir frá þér dóttir góð.
    Já, það er þetta með hvítu jólin þarna á syðsta snjóskafli veraldar………….einkennileg tilviljun að þú skulir fá svoleiðis jól akkúrat þarna (“,) hehehehe.
    Njóttu lífsins áfram elskuleg og farðu vel með þetta dýrmæta eintak sem þú ert og ekki til annað eins.
    Spjalla áfram við veðurguðinn og bið allar góðar vættir að fylgja þér áfram og vernda.
    Knús til þín elskuleg.

  3. Kílómetrarnir hrannast upp á hverjum degi, frábært. Og ekki er nú slæmt að eiga von á hvítum jólum- er það? Vonandi halda snjóálfarir áfram að passa þig. Vestfirskar baráttukveðjur frá öllum á Brjánslæk

  4. Ekki slæmt að Jólin verði hvít þá helst skíðafærið göngukveðjur úr Mýrdalnum.

  5. Snillingur ertu! NS gengið fylgist vel með þér, meiraðsegja alla leiðina frá Indlandi þar sem gamla settið er núna í fríi og alsherjar hleðslu! 😉 Þau senda bestu kveðjur til þín!
    Hlakka til að sjá næstu færslu frá þér og vonandi verður veðrið ekki of slæmt!
    Kv. ÞH

  6. Magnað að fylgjast með þessu ótrúlega ævintýri og mikið er ég glöð að þú fáir hvít jól 🙂 Gangi þér vel með hvert Lífsspor á Suðurpólnum, við fylgjumst grant með þér hérna heima (örlítið með öndina í hálsinum) en þú ert ofurkona sem munt tækla þennan stóra hvíta risa. Ég vona að þú eigir eftir að rekast á fleiri mörgæsir þegar þú nálgast sjóinn á ný, þá helst keisaramörgæsina. Þær ættu að vera komnar með stálpaða unga núna sem eru rétt í þessu að undirbúa sig undir sjálfstætt líf án foreldranna og halda brátt til sjávar.

    Kveðja,
    Edda

  7. Sæl og blessuð,

    Flott að fá hvít jól svona til tilbreytingar. Stekkjastaur kemur í nótt Vilborg, mundu eftir að setja skóinn út í glugga tjaldsins 🙂

    Kær kveðja,

    Ingrid

  8. Við strákarnir hjá Hreysti erum stoltir að fá að vera með í þessu hjá þér. Við sjáum að þú kannt þetta en það er mikilvægt að ofgera sér ekki og muna að þetta er langferð! Frábært að orkudrykkurinn virkar vel og við sendum þér Hraustar hugsanir á hvernjum degi! 🙂
    Bestu kveðjur
    Hreysti-drengir

  9. Elsku Vilborg, þú stendur þig vel hetjan mín. Hugsaði til þín frá Langjökli um síðustu helgi. Bestu kveðjur til þín.

  10. Þvílík elja stelpa – ekki laust við að vera nokkuð óraunverulegt að hugsa til þín þessum mögnuðu slóðum, en um leið óumræðilega svalt 🙂 – Til hamingju með áfangana – áfram Vilborg!!!

Leave a Reply to Mamma Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *