1111Summitpicture

Carstensz Pyramid – Toppadagur!

1111Summitpicture

(mynd af heimasíðu leiðangursfyrirtækisins)

Í dag, 11. nóvember um kl. 10:00 á staðartíma, komumst við á topp Carstensz Pyramid í góðu veðri.

Þetta var virkilega krefjandi dagur og mjög tæknileg leið enda var þetta um 12 tíma klettaklifur upp og niður á þessum summit degi. 5 af 6 manns í hópnum komust á toppinn, ein þurfti að hætta við sökum hæðarveiki. Við stoppuðum í um 40 mínútur á toppnum í ótrúlegu útsýni og tókum helling af myndum.

Núna erum við stödd í Base Camp þar sem við bíðum eftir burðarmönnum til að fara með okkur í gegnum frumskóginn. Við vonumst til að þeir komi seint á morgun og við áætlum að það muni taka um 4 daga.

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Indónesíu.

———-

English version:
Today, November 11th, we reached the summit at Carstensz Pyramid.
It was a really challenging day and very technical – 12 hours of climbing up and down for the summit. 5 out of 6 people made it to the summit. We topped out at 10.00 am and luxuriated on the summit for 40 minutes taking in the amazing views and shooting a lot of photos.

We are now at the base camp and our porters are expected to arrive late tomorrow which means we get a rest day. Sleep-in and then we tackle phase two of the trip, the walk out and jungle.

Best regards from Indonesia,
Vilborg

This Post Has 3 Comments

  1. Oh…..gott að þessi kafli er að baki og auðvitað er annar krefjandi framundan. Njóttu þessa alls ævintýrastelpan mín – þið eruð svo sem alverar ævintýrastelpur þú og Rósa Gréta frænka þín, hún er á heimleið eftir mikið ævintýraflakk og þá kom upp eldur í skipinu sem hún er farþegi á á leiðinni frá Færeyjum. Því er alveg óhætt að fullyrða að ævintýrin elta ykkur uppi.
    Megi allar góðar vættir vera með þér í för og vaka yfir þér og vernda þig……og ferðafélaga þína.
    Knús til þín.
    Mamma.

  2. Til hamingju með tindinn!! Gangi þér vel í gegnum frumskóginn.
    Bestu kveðjur að vestan. Hadda

Leave a Reply to mamma Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *