Pjimage (2)
Pjimage (2)
16195802_10211619793792543_7711763730444450229_n
16395863_10155018966778817_1545455759_n (1)
Pjimage (2) 16195802 10211619793792543 7711763730444450229 N 16395863 10155018966778817 1545455759 N (1)

Að verjast veðrum og vindum!

Loksins lét veturinn almennilega sjá sig hérna sunnan heiða, veðrið afskaplega fallegt og tækifærin í útivistinni óendanlega mörg. Þó að veðrið hafi verið fallegt að þá var líka ansi kalt! Brrrr ég var allavegana ansi vel klædd því vindkælingin var þó nokkur.

Hér á síðunni höfum við talað um hvernig er heppilegast að klæða sig undir hinum ýmsu kringum stæðum en við eigum ennþá eftir að fjalla um hvernig við getum varið húðina okkar fyrir veðrum og vindum. Það er ekkert síður mikilvægt þar sem hún getur verið undir miklu álagi þegar blandast saman sól, frost og vindur og það skal engan undra þó maður verði stundum vel útitekinn og jafnvel veðurbarinn eftir langar dvalir utan dyra.

Ég sé allavegana eftir því að hafa ekki hugsað betur um þetta á mínum upphafsárum í útivist og því  eru hérna eru nokkur atriði sem geta nýst vel og það væri frábært að heyra frá ykkur með hvað virkar fyrir ykkur.

Húðin mín er mjög þurr og þolir kulda ekkert sérstaklega vel svo ég reyni að vera meðvituð um hvað ég er að gera.

  1. Sólarvörn er mjög mikilvæg! Sérstaklega þegar sólin skín og við erum umkring snjó t.d. á skíðum eða í vetrargöngum. Snjórinn endurkastar geislum sólarinnar og því er áreitið á okkur tvöfalt. Ég nota yfirleitt sterkustu gerð eða spf 50. Ég er að nota eina frá Pharmaceris sem er líka rakagefandi og reynist mér afskaplega vel.
  1. Á köldum dögum getur líka verið gott að minnka álagið á húðina og bera á sig farða. Ég geri það mjög oft ef ég er að fara á skíði eða er í dagsferðum á fjöll. Þetta minnkar álagið á húðina og verndar hana fyrir áreitinu. En auðvitað ef maður svitnar mikið eða snjórinn frussast framan í mann að þá rennur þetta fljótlega af. En mín reynsla er að þetta er betra en að sleppa því. Ég nota með sólarvörn og hef að undanförnu verið að prófa mig áfram með Mild fluid foundation frá Pharameceris og líkar vel.
  1. Maður þornar auðveldlega upp á vörunum þegar maður er úti í kuldanum. Það er mjög mikilvægt að það sem maður setur á varirnar sé með sólarvörn því annars virkar salvinn eins og steikningarfeiti í sólinni og varirnar geta sprungið. Um helgina var ég með Piz Buin með spf 30 í vasanum. Hann gefur líka fínan raka.
  1. Það má ekki gleyma hárinu. Það slitnar fljótt ef maður leyfir því að flaksa óáreittu í vindinum og frostinu. Ég set mitt vanalega í fléttu svo það flækist ekki og spreyja í það próteinspreyi með sólarvörn. Ég fékk þetta ráð frá hárgreiðslukonu þar sem ég var alltaf í hálfgerðum vandræðum með þetta. Spreyið hef ég notað frá því haust og mér finnst það hjálpa heilmikið heitir Label M Protein Spray og ég fékk það á hárgreiðslustofu.
  1. Eftir að maður kemur inn úr kuldanum að þá er nú gott að dekra aðeins við húðina. Ég fer gjarnan í sturtu til að hita kroppinn og svo ber ég á mig Elisabeth Arden 8 hour cream. Þið vitið þetta feita með lavender lyktinni. Það er eitt það besta við kulda og það kemur alltaf með mér í leiðangra. Ég hika líka ekki við að setja það á mig undir lambúshettuna ef ég þarf að hylja andlitið þann daginn.
  1. Ég ber oftast á mig Penzim fyrir svefninn og finnst það algjört töframeðal fyrir húðina. Í því eru virk ensími og þessi lífræna virkni gerir það að verkum að húðin (allavegana mín) er fljótari að jafna sig.

p.s. Mæli líka alltaf með því að vera með sólgleraugu. Þá er maður afslappaðri í framan og ekki alltaf að píra augun gegn birtunni. Já svo fer það bara miklu betur með augun og maður er ekki alltaf að tárast þegar vindurinn blæs í augun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *