Jade á Leiðinni Upp í Grunnbúðir Everest

Að vera með sjálfum sér í liði

Þessi stelpa Jade Hameister er hreint útsagt alveg ótrúlega mögnuð. Ég kynntist henni árið 2014 á leiðinni upp í grunnbúðir Everest, þá var hún 12 ára og á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Paul, faðir hennar kleif fjallið nokkrum árum fyrr og þarna var fjölskyldan saman komin til þess að upplifa magnaðan Khumbudailinn saman.  Jade ákvað í kjölfarið að hana langaði til þess að verða ævintýrakona og pólfari. Þrátt fyrir ungan aldur naut hún stuðnings foreldra sinna og pabbi hennar fylgir henni í ferðirnar. Í vor gekk hún 150 km á Norðurpólinn aðeins 14 ára, á næsta ári ætlar hún að ganga yfir Grænlandsjökul og stefnir svo á Suðurpólinn þegar hún verður 16 ára.

Jade er mér mikil hvatning og góð fyrirmynd fyrir alla. Hún er líka með áríðandi skilaboð til okkar allra.  “Instead of focusing on how we look, let’s focus on what our bodies and minds can do”… “Let’s all commit to take one step forward in our thinking and our expectations as to what is possible for young women to achieve”.

Við eigum að vera með sjálfum okkur í liði og vinna okkur í þá átt sem okkur langar til að fara en ekki þangað sem aðrir vilja að við förum.  Ég mæli svo sannarlega með því að þið takið ykkur 10 mínútur og hlustið á magnaðan fyrirlestur hennar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *